Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2018 09:26 Árni Kristinn með einn vænann úr Eystri Rangá í fyrrahaust. Núna fer tími stóru hænganna að renna upp. Mynd: HH Nýjar tölur voru birtar um aflabrögð laxveiðiánna í gærkvöldi og Það er greinilega komin haustbragur í nokkrar árnar. Það hefur hægt aðeins á veiðinni á vesturlandi en það skýrist helst vegna lækkandi vatns og vatnsleysis í sumum ánum. Það virðist þó vera gott magn af laxi í ánum á vesturlandi svo haustið gæti orðið gott þegar það fer að rigna aftur og þá geta sumar árnar gefið virkilega vel og á þetta við t.d. um árnar í dölunum sem geta átt góða spretti í september. Veiðin í Eystri Rangá hefur verið mjög góð í ágúst og hafa dottið inn nokkrir 100 laxa dagar sem hafa lyft ánni upp í efsta sætið á listanum. Heildarveiðin í henni er komin í 2.651 lax og gæti vel tvöfaldast eða sem næst því áður en yfir líkur enda er nóg eftir af veiðitímanum í henni. Nú eru þrjár ár komnar yfir 2.000 laxa og fimm ár komnar yfir 1.000 laxa. Það gætu einhverjar ár bæst á þann lista en til þess þarf góðann endasprett og rigningar til að hreyfa aðeins við hlutunum. Fimm aflahæstu árnar eru: 1. Eystri Rangá 2.651 lax 2. Ytri Rangá 2.288 laxar 3. Þverá/Kjarrá 2.202 laxar 4. Miðfjarðará 1.863 laxar 5. Norðurá 1.455 laxar Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði
Nýjar tölur voru birtar um aflabrögð laxveiðiánna í gærkvöldi og Það er greinilega komin haustbragur í nokkrar árnar. Það hefur hægt aðeins á veiðinni á vesturlandi en það skýrist helst vegna lækkandi vatns og vatnsleysis í sumum ánum. Það virðist þó vera gott magn af laxi í ánum á vesturlandi svo haustið gæti orðið gott þegar það fer að rigna aftur og þá geta sumar árnar gefið virkilega vel og á þetta við t.d. um árnar í dölunum sem geta átt góða spretti í september. Veiðin í Eystri Rangá hefur verið mjög góð í ágúst og hafa dottið inn nokkrir 100 laxa dagar sem hafa lyft ánni upp í efsta sætið á listanum. Heildarveiðin í henni er komin í 2.651 lax og gæti vel tvöfaldast eða sem næst því áður en yfir líkur enda er nóg eftir af veiðitímanum í henni. Nú eru þrjár ár komnar yfir 2.000 laxa og fimm ár komnar yfir 1.000 laxa. Það gætu einhverjar ár bæst á þann lista en til þess þarf góðann endasprett og rigningar til að hreyfa aðeins við hlutunum. Fimm aflahæstu árnar eru: 1. Eystri Rangá 2.651 lax 2. Ytri Rangá 2.288 laxar 3. Þverá/Kjarrá 2.202 laxar 4. Miðfjarðará 1.863 laxar 5. Norðurá 1.455 laxar Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði