Innlent

Landið á milli tveggja lægða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það gæti orðið haustlegt á vesturhluta landsins í dag.
Það gæti orðið haustlegt á vesturhluta landsins í dag. Vísir/ernir

Landið er milli tveggja lægða um þessar mundir, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ein hægfara lægð er á leiðinni norðaustur af Langanesi en hin er suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs. Mun sú valda því að fer að rigna syðra í dag.

Á morgun lægir smám saman og léttir til en gengur á með norðvestankalda og skúrum norðaustan til fram á kvöld. Fremur svalt verður á norðanverðu landinu, en hlýtt syðra.

Á sunnudag snýst síðan í suðvestlæga átt með vætu á sunnan- og vestanverðu landinu og verður líklega sama uppi á teningnum í byrjun næstu viku, segir á vef Veðurstofu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:
Hæg suðvestanátt, skýjað og stöku skúrir, en þurrt A-lands. Hiti 10 til 15 stig.

Á mánudag:
Sunnan 3-10 og dálítil rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 9 til 15 stig.  Á miðvikudag: Sunnanátt og fer að rigna á S- og V-landi, en stöku skúrir NA-lands. Hiti 8 til 14 stig.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt og rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.