Innlent

Hvasst í brekkunni á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Á morgun er spáð að vindur muni ganga í austan og vera um 13 til 18 metrar á sekúndu í Vestmannaeyjum og fylgir dálítil rigning vindinum.
Á morgun er spáð að vindur muni ganga í austan og vera um 13 til 18 metrar á sekúndu í Vestmannaeyjum og fylgir dálítil rigning vindinum. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og þá sérstaklega annað kvöld, vegna strekkingsvinds. Á morgun er spáð að vindur muni ganga í austan og vera um 13 til 18 metrar á sekúndu í Vestmannaeyjum og fylgir dálítil rigning vindinum.

Á vef Veðurstofunnar er fólki ráðlagt að huga að lausamunum og illa stöguðum tjöldum. Þá er einnig bent á að veðrið verður varhugavert fyrir ökutæki og ökutæki með tengivagna þar sem hviður geta farið í 25 metra á sekúndu.

Annars er spáð fínu veðri um landið allt í dag.

Af vef Veðurstofu Íslands:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi, en skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestanlands. Vaxandi austanátt á morgun, 8-15 upp úr hádegi og hvassast NV-til og syðst á landinu. Austan 15-18 syðst á landinu seint annað kvöld með rigningu eða súld á köflum. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast S- og V-lands, en heldur hlýnandi á N-landi á morgun.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast á sunnanverðu Snæfellsnesi og við SA-ströndina, en hægari vindur NA-til og á S-landi. Skýjað og dálítil rigning um landið norðan- og austanvert, en bjart með köflum SV-lands. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast SV-lands, en svalast á annesjum á NV-landi.

Á þriðjudag:
Norðan 10-18, hvassast austast. Rigning á Norður- og Austurlandi, jafnvel talsverð á A-landi en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 9 stig fyrir norðan, en 9 til 14 stig syðra.

Á miðvikudag:
Hæg norðlæg átt, 10-15 austast, en annars hægari. Dálítil rigning norðaustantil, en annars skýjað með köflum og léttir til V-lands að deginum. Hiti 4 til 8 stig NA-til, en annars 7 til 15 stig og hlýjast á S-landi.

Á fimmtudag:
Lægir og léttir víða til, en hægt vaxandi suðaustanátt seinnipartinn og þykknar upp SV-til. Hiti 6 til 14 stig, svalast við NA-ströndina.

Á föstudag:
Suðaustanátt með rigningu SV- og V-lands, en lengst af bjart NA- og A-lands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast NA-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.