Innlent

Stefnir í fínt helgarveður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fiskidagurinn Mikli verður haldinn hátíðlegur á Dalvík um helgina.
Fiskidagurinn Mikli verður haldinn hátíðlegur á Dalvík um helgina. Bjarni Eiríkisson

Landsmenn mega vera nokkuð vongóðir með helgarveðrið ef marka má spákort Veðurstofunnar. Gert er ráð fyrir hægum vindum um helgina, hlýnandi veðri og þá á einnig að vera nokkuð bjart.

Veðrið verður hins vegar ekki jafn spennandi næstu daga. Búast má við norðan- og norðvestankalda í dag og rigningu eða súld með köflum á norðaustanverðu landinu. Annars staðar ætti þó að vera nokkuð bjart.

Það verður svo hægari norðvestanátt og léttir víða til á morgun, en áfram skýjað að mestu fyrir austan og sums staðar dálítil væta.

Hitinn verður á bilinu 4 til 10 stig fyrir norðan en að jafnaði 10 til 17 stig sunnan heiða.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, dálítil væta NA-til, en bjartviðri syðra. Hiti 10 til 16 stig S- og V-lands, en annars 5 til 10 stig.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 10 til 17 stig, svalast með A-ströndinni.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt, dálitla vætu SV-lands, en annars bjart með köflum og hlýtt veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.