Viðskipti erlent

Tónlistarmenn fá einungis 12 prósent af heildartekjum tónlistarbransans

Bergþór Másson skrifar
Tæknifyrirtækið og streymisveitan Spotify hefur átt stóran þátt í þróun tónlistarbransans
Tæknifyrirtækið og streymisveitan Spotify hefur átt stóran þátt í þróun tónlistarbransans
Tekjur tónlistarbransa Bandaríkjanna töldu 43 milljarða bandaríkjadala árið 2017, sem samsvarar 4,6 billjón krónum (4.630.240.000.000). Tekjurnar hafa ekki verið svo háar í 12 ár. Í nýútgefinni skýrslu Citigroup kemur í ljós að tónlistarmennirnir sjálfir fengu einungis 12% af heildartekjunum bransans.

Skýrslan greinir frá því að streymisveitur (Spotify, Apple Music), og stóru útgáfufyrirtækin (Warner, Universal), græða mesta peninginn í bransanum, á meðan þeir sem búa til sjálfa tónlistina, græða minnst.

Hér má sjá þróun tekna tónlistarbransans í gegnum árin.Citigroup
Streymisveitur og tónleikahaldarar græddu um 20 milljarða Bandaríkjadala, plötufyrirtæki og útgefendur 10 milljarða og tónlistarmennirnir einungis 5 milljarða.

Í skýrslunni kemur einnig fram að tónlistarmenn græða töluvert meiri pening á tónleikahaldi frekar en tónlistarsölu.

Skýrslu Citigroup má lesa nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×