Viðskipti innlent

Fyrstu íbúðakaup hafa ekki verið fleiri frá 2008

Atli Ísleifsson skrifar
26 prósent allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
26 prósent allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Vísir/Vilhelm

Fyrstu íbúðakaup einstaklinga voru samtals 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug, eða frá bankahruni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en sjóðurinn birti í dag nýjustu mánaðarskýrslu sína. Þar segir að 26 prósent allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi hafi verið fyrstu kaup og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra frá hruni.

Hlutfallslega voru flest fyrstu kaup á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Suðurnesjum þar sem meira en 30 prósent allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup.

Í júní seldust um 14% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði. Íbúðakaup yfir ásettu verði hafa ekki verið hlutfallslega fleiri, samanborið við heildarfjölda viðskipta, síðan í júlí 2017. Miðgildi kaupverðs í kaupsamningum var um 45 milljónir króna í júní en miðgildi ásetts verðs í fasteignaauglýsingum var um 48 milljónir króna.

Sérbýli hækkar meira en fjölbýli
Verð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið kipp undanfarna mánuði. Á meðan fjölbýli hefur hækkað í verði um 3,7% undanfarna 12 mánuði hefur sérbýli hækkað um 9,3% á sama tímabili. Þetta er viðsnúningur frá því sem áður var því frá janúar 2012 til maí 2017 hækkaði fjölbýli samtals 21% meira í verði en sérbýli.

Vísitala leiguverðs hefur aldrei lækkað jafn mikið milli mánaða
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,4% á milli mánaða í júní. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar milli mánaða síðan mælingar hófust árið 2011. Leiguverð hefur þó almennt farið hækkandi undanfarið ár en 12 mánaða hækkun vísitölu leiguverðs mælist nú 7,0%,“ segir í tilkynningunni en skýrsluna má nálgast hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.