Veiði

Veiði hafin í Hrútafjarðará

Karl Lúðvíksson skrifar
Þröstur Elliðason með stórlax sem veiddist við opnun Hrútafjarðarár.
Þröstur Elliðason með stórlax sem veiddist við opnun Hrútafjarðarár.

Hrútafjarðará hefur lengi verið ein vinsælasta laxveiðiá landsins og aðsóknin í hana hefur lengi verið þannig að það heuf rmyndast biðlisti eftir leyfum á besta tímanum í ánni.

Veiði hófst í Hrútafjarðará 28. júní og opnunin kom veiðimönnum þægilega á óvart. Þær þrjár stangir sem veiddu ánna voru ansi rólegar við veiðarnar og aðeins var staðið ´ium sjö tíma við bakkann. Afraksturinn af því voru fimm laxar á land og sá stærsti 90 sm langur sem veiddist í veiðistaðnum Sírius. Hrútafjarðará verður oft ansi vatnslítil á sumrin og hefur það stundum bitnað á veiðinni en núna er áin í aldeilis frábæru vatni og haldi rigningar áfram reglulega eru litlar líkur til að hún verði óþægilega lág í vatni í sumar. Lax hefur sést nokkuð víða í ánni og það verður spennandi að sjá hverju stórstreymi gærdagsins og straumar komandi daga skila af laxi í ánna. Heildarveiðin í Hrútafjarðaá var 384 laxar sumarið 2017 en besta veiðin í ánni var 2015 þegar 860 laxar veiddust í ánni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.