Góðar göngur í Úlfarsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2018 14:20 Lax þreyttur í Kopru. Mynd: SVFR Það eru góðar göngur í árnar á vesturlandi og veiðiperlur Reykjavíkur fara ekki varhluta af því. Úlfarsá sem er oftar en ekki nefnd Korpa er oft í skugganum af Elliðaánum sem njóta mikillar hylli veiðimanna enda ekkert skrítið þar sem hún er bæði gjöful og þægilega veidd. Korpa er bara ekkert síður veiðin en í henni er aðeins veitt á tvær stangir og meðalveiðin verið um 150 laxar yfir tímabilið. Tímasetningin á göngunum í árnar tvær eru svipaðar og núna með auknum krafti laxgengdar í Elliðaárnar er laxinn mættur í Korpu. Það var greinilega nokkur torfa sem synti um ósinn um helgina og það sást greinilega þegar laxinn renndi sér upp fossinn á flóðinu og þeir sem náðu ekki göngunni þá lágu í hylnum við órinn og stukku upp þennan rúma meter sem stökkið er. Það var mikið líf í Berghylnum og greinilegt að það var mikil sigling á laxinum því stöðugur straumur laxa sem stungu sér upp fossinn ofan Berghyls sýndi að þessir ætluðu sér ekki að liggja lengi í Berghyl. Laxinn er kominn um alla á og þeir sem hafa bókað sér daga í sumar eiga greinilega gott í vændum. Mest lesið Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði
Það eru góðar göngur í árnar á vesturlandi og veiðiperlur Reykjavíkur fara ekki varhluta af því. Úlfarsá sem er oftar en ekki nefnd Korpa er oft í skugganum af Elliðaánum sem njóta mikillar hylli veiðimanna enda ekkert skrítið þar sem hún er bæði gjöful og þægilega veidd. Korpa er bara ekkert síður veiðin en í henni er aðeins veitt á tvær stangir og meðalveiðin verið um 150 laxar yfir tímabilið. Tímasetningin á göngunum í árnar tvær eru svipaðar og núna með auknum krafti laxgengdar í Elliðaárnar er laxinn mættur í Korpu. Það var greinilega nokkur torfa sem synti um ósinn um helgina og það sást greinilega þegar laxinn renndi sér upp fossinn á flóðinu og þeir sem náðu ekki göngunni þá lágu í hylnum við órinn og stukku upp þennan rúma meter sem stökkið er. Það var mikið líf í Berghylnum og greinilegt að það var mikil sigling á laxinum því stöðugur straumur laxa sem stungu sér upp fossinn ofan Berghyls sýndi að þessir ætluðu sér ekki að liggja lengi í Berghyl. Laxinn er kominn um alla á og þeir sem hafa bókað sér daga í sumar eiga greinilega gott í vændum.
Mest lesið Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði