Innlent

Elliði vill verða bæjarstjóri í Ölfusi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Elliði Vignissoner nýhættur sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignissoner nýhættur sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir

Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyjarbæjar, sækist eftir því að verða nýr bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss. Fjórir aðrir fyrrverandi bæjarstjórar sækjast einnig eftir starfinu.

Á meðal umsækjanda eru Ásta Stefánsdóttir sem þangað til nýlega var bæjarstjóri nágrannasveitarfélagsins Árborgar, Björn Ingi Jónsson, fyrrvarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og Magnús Stefánsson fyrrverandi bæjarstóri sveitarfélagsins í Garði.

Samþykkt var samhljóða á fyrsta fundi bæjarstjórnar Ölfuss á kjörtímabilinu, þar sem Sjálfstæðismenn eru með hreinan meirihluta, að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Gunnsteinn R. Ómarsson hefur verið bæjarstjóri undanfarin fimm ár en hefur látið af störfum.

Ráðningarferlið er unnið í samvinnu við Capacent en lista yfir umsækjendur má sjá hér að neðan.

 • Anna Greta Ólafsdóttir - Sérfræðingur
 • Ármann Halldórsson - Framkvæmdastjóri
 • Ásta Stefánsdóttir - Bæjarstjóri
 • Baldur Þórir Guðmundsson - Útibússtjóri
 • Björn Ingi Jónsson - Bæjarstjóri
 • Björn S. Lárusson - Verkefnastjóri
 • Daði Einarsson - Verkefnastjóri
 • Edgar Tardaguila - Móttaka
 • Elliði Vignisson - Bæjarstjóri
 • Gísli Halldór Halldórsson-  Bæjarstjóri
 • Glúmur Baldvinsson - MSc í alþjóðastjórnmálum
 • Gunnar Björnsson - Viðskiptafræðingur 
 • Linda Björk Hávarðardóttir - Verkefnastjóri
 • Magnús Stefánsson - Bæjarstjóri
 • Ólafur Hannesson - Framkvæmdastjóri
 • Rúnar Gunnarsson - Sjómaður
 • Valdimar Leó Friðriksson - Framkvæmdastjóri
 • Valdimar O. Hermannsson - RekstrarstjóriAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.