Veiði

Ein best gleymda áin við bæjarmörkin

Karl Lúðvíksson skrifar
Fallegur lax úr opnun Brynjudalsár í sumar.
Fallegur lax úr opnun Brynjudalsár í sumar. Mynd: Hreggnasi FB

Við eigum ótrúlega flóru laxveiðiáa á landinu og eins og gefur að skilja þegar úrvalið er jafn mikið er oft minna fjallað um litlu árnar.

Litlu árnar út á landi eru æði margar en stundum er erfitt að fá fréttir af þeim.  Litlu árnar nær höfuðborginni eru nokkrar en utan Elliðaánna er líklega Leirvogsá þeirra þekktust en Korpa er líka mikið stunduð.  Leirá er síðan önnur lítil á sem er ennþá að komast á blað en sé ekið aðeins lengra og beygt til hægri áður en í Hvalfjarðargöng er komið, ekið framhjá Laxá í Kjós og aðeins lengra inn fjörðinn blasir þar við fallegur foss sem fellur í stórann hyl.

Þetta er Brynjudalsá.  Þessi á hefur fengið misjafna ástundum síðustu 20 árin eða svo og um langa tíð var þetta á sem var eingöngu, eða svo til, veidd á maðk.  Eftir að nýr leigutaki, Hreggnasi,  tók við ánni hefur aðeins verið leyfð veiði á flugu ásamt því að nýtt glæsilegt veiðihús var reist við ána er hætt við því að þetta best gleymda leyndarmál Hvalfjarðar verði meira sótt.  Það selst mikið af leyfum í ánna en engu að síður fer hún afar hljóðlega í öllum veiðifréttum.  Veiðin getur verið frá 150-300 laxar á sumri á aðeins tvær stangir og mesta veiðin framan af tímabili er í Bárðafossi sem er neðsti fossinn í ánni og tveimur skemmtilegum veiðistöðum þar fyrir neðan.

Efri-foss er um kílómeter ofar og þar liggur oft mikið af laxi en á milli þessara fossa eru líka nokkrir álitlegir veiðistaðir.  Fyrir ofan Efri-foss er síðan afskaplega skemmtilegt svæði þar sem flugan fer vel og þarna veiðist oft mikið af sjóbirting sem virðist fara hraðferð upp ána upp á þetta svæði og þarna má oft sjá fallegar torfur af sjóbirting.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.