Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2018 09:00 Veiðin í Þverá og Kjarrá hefur verið afskaplega góð í sumar og er áin sú fyrsta til að rjúfa 1.000 laxa múrinn en það gerðist í gærkvöldi. Það hafa verið mjög kröftugar göngur í Þverá og Kjarrá og það sem vekur einnig lukku hjá veiðimönnum við bakka þeirra er gott hlutfall af tveggja ára laxi í aflanum. Vikuveiðin þessa vikuna gæti stefnt í 350-400 laxa ef aflabrögð verða áfram jafn góð og þau hafa verið. Það er vaxandi straumur næstu sjö daga og þess vegna má gera ráð fyrir því að enn eigi eftir að bætast verulega við það magn af laxi sem er í ánum og vel setnar eru þær orðnar fyrir. Þeir sem þekkja þær best eru farnir að henda líklegri lokaútkomu sumarsins á loft og nefna í því skyni að það sé alveg eins líklegt að heildarveiðin fari yfir 3.000 laxa í sumar. Mest lesið Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði
Veiðin í Þverá og Kjarrá hefur verið afskaplega góð í sumar og er áin sú fyrsta til að rjúfa 1.000 laxa múrinn en það gerðist í gærkvöldi. Það hafa verið mjög kröftugar göngur í Þverá og Kjarrá og það sem vekur einnig lukku hjá veiðimönnum við bakka þeirra er gott hlutfall af tveggja ára laxi í aflanum. Vikuveiðin þessa vikuna gæti stefnt í 350-400 laxa ef aflabrögð verða áfram jafn góð og þau hafa verið. Það er vaxandi straumur næstu sjö daga og þess vegna má gera ráð fyrir því að enn eigi eftir að bætast verulega við það magn af laxi sem er í ánum og vel setnar eru þær orðnar fyrir. Þeir sem þekkja þær best eru farnir að henda líklegri lokaútkomu sumarsins á loft og nefna í því skyni að það sé alveg eins líklegt að heildarveiðin fari yfir 3.000 laxa í sumar.
Mest lesið Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði