Erlent

220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu

Atli Ísleifsson skrifar
Flóttamannstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til að björgunaraðgerðir og eftirlit verði aukið.
Flóttamannstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til að björgunaraðgerðir og eftirlit verði aukið. Vísir/Getty

Um 220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu síðustu dagana, að því er fram kemur í skýrslum sem borist hafa Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Í frétt DR kemur fram að einungis fimm hafi komist lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. Sjötíu hafi drukknað þegar bátur með um 130 manns um borð sökk sama dag, og í gær eiga fimmtíu manns hið minnsta einnig að hafa farist.

Flóttamannstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til að björgunaraðgerðir og eftirlit verði aukið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.