Viðskipti innlent

Ákæra gefin út í Icelandair máli

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi.
Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Vísir/daníel

Gefin hefur verið út ákæra á hendur yfirmanni hjá Icelandair sem sendur var í leyfi vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Grunur leikur á að þrír aðrir hafi verið í slagtogi með honum, grunaðir um að hafa nýtt innherjaupplýsingar frá yfirmanninum til að gera framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í júlí í fyrra.

Sjá einnig: Taldir hafa grætt tæpar 50 milljónir á meintum innherjasvikum

Samningarnir eiga að hafa verið gerðir stuttu áður en félagið sendi kolsvarta afkomu­tilkynningu til Kauphallar í febrúar 2017. Mennirnir veðjuðu á að bréf félagsins myndu falla í verði, sem varð raunin, en gengi bréfa lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin birtist. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×