Henrik Mortensen með kastsýningu Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2018 12:32 Henrik Mortensen er einn fremsti flugukastari heims. Fimmtudagskvöldið 10. maí n.k. mun hinn heimsfrægi flugukastari, kastkennari og stangahönnuður Henrik Mortensen vera með kastsýningu á túninu við höfuðstöðvar SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Húsið opnar kl. 18.00 en Henrik mun byrja að kasta kl. 18:15. Að sjálfsögðu verður kaffi á könnunni. Að lokinni sýningu, gefst viðstöddum kostur á að prófa Salmologic stangirnar sem er afrakstur ævistarfs Henriks en Henrik hefur hannað veiðitæki fyrir helstu veiðivöruframleiðendur heims og framleiðir nú eigin stangir og línur undir merkjum Salmologic. Í fyrra var mjög góð mæting og við vonum að sem flestir láti sjá sig og hiti upp fyrir komandi veiðisumar. Kíkið endilega á rúnt upp í Elliðaárdal, sjáið meistarann athafna sig og takið nokkur köst á túninu sjálf. Allir velkomnir. Mest lesið Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði
Fimmtudagskvöldið 10. maí n.k. mun hinn heimsfrægi flugukastari, kastkennari og stangahönnuður Henrik Mortensen vera með kastsýningu á túninu við höfuðstöðvar SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Húsið opnar kl. 18.00 en Henrik mun byrja að kasta kl. 18:15. Að sjálfsögðu verður kaffi á könnunni. Að lokinni sýningu, gefst viðstöddum kostur á að prófa Salmologic stangirnar sem er afrakstur ævistarfs Henriks en Henrik hefur hannað veiðitæki fyrir helstu veiðivöruframleiðendur heims og framleiðir nú eigin stangir og línur undir merkjum Salmologic. Í fyrra var mjög góð mæting og við vonum að sem flestir láti sjá sig og hiti upp fyrir komandi veiðisumar. Kíkið endilega á rúnt upp í Elliðaárdal, sjáið meistarann athafna sig og takið nokkur köst á túninu sjálf. Allir velkomnir.
Mest lesið Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði