Veiði

Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið

Karl Lúðvíksson skrifar
Veiðisumarið fer vel af stað miðað við þær fréttir sem við höfum verið að fá og deilt með lesendum síðustu daga.Eins og er eru helstu fréttir af sjóbirtingssvæðum en það á eftir að breytast þegar nær dregur maí en þá fer bleikjan að taka.  Laxveiðin hefst síðan í byrjun júní og það eru margir sem bíða spenntir eftir því að fyrstu árnar opni svo ég tali ekki um biðin sem er eftir veiðitölum fyrstu daga úr ánum.  Það eru eflaust margir búnir að festa sér daga í sumar en líklega einhverjir ekki farnir af stað ennþá.  Ef þú ert að fara skoða veiðileyfi fyrir sumarið eru hér nokkrar síður sem vert er að skoða.  Þetta er ekki fullur listi af öllum veiðileyfasölum en þeim helstu í það minnsta og eins og sjá má á vefsölunum er ennþá hægt að bóka skemmtileg leyfi ansi víða.www.veiditorg.is er með mikið úrval veiðileyfa og margt spennandi á boðstólnum.  Það er gott framboð hjá þeim af silingsveiði og þarna geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi.www.hreggnasi.is hefur nokkrar af nafntoguðustu laxveiðiám landsins á sínum snærum og má þar nefna t.d. Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós.  Lítill gullmoli liggur síðan á milli stórra nafna en það er Brynjudalsá.www.veida.is hefur verið einn af stærri veiðileyfasölum landsins og er úrvalið þeirra mjög gott.  Af vinsælum svæðum sem þeir selja á er t.d. Vatnamótin, Ytri Rangá, Norðurá og Eystri Rangá bara svo nokkur séu nefnd.www.svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur sem fyrr gott úrval veiðileyfa og þegar úthlutun er lokið til félagsmanna geta utanfélagsmenn sótt um leyfin sem þar eru í boði.  Margt skemmtilegt sem hægt er að krækja í en vissulega hljóta síðustu lausu dagarnir í Elliðaárnar að vera ansi spennandi.www.lax-a.is Blanda, Stóra Laxá og Eystri Rangá eru flaggskipin hjá Lax-Á.  Allar árnar eiga það sameiginlegt að vera með geysilega hátt stórlaxahlutfall og besti tíminn í þær eftirsóttur eftir því.www.strengir.is bjóða sem fyrr upp á veiði í Hrútafjarðará sem er ein umsetnasta á landins en hjá þeim eru líka Breiðdalsá, Jökla og ein mesta áskorun fluguveiðimanna, Minnivallalækur.www.fishpartner.is eru með þeim nýrri á þessum markaði en koma inn með látum, í það minnsta þegar silungsveiði er annars vegar.  Þeir hafa nú þegar mikið úrval af svæðum þar sem stórurriði er í boði.www.icelandoutfitters.com er líka nýlegur aðili en hefur engu að síður mikið úrval á sinni síðu.  Meðal svæði sem þau bjóða uppá er spútnik svæðið í fyrra í Þjórsá sem var líklega með eitt hæsta hlutfall laxa pr stöng á landinu í fyrra.www.ranga.is eru með Eystri Rangá, Affall, Þverá í Fljótshlíð sem og að þeir eru nýr leigutaki á Tungufljóti sem hefur verið afar vinsælt sjóbirtingssvæði.Þetta er engan veginn tæmandi listi yfir veiðina sem er í boði fyrir sumarið eða aðilana sem selja leyfi fyrir sumarið, slíkt er úrvalið.  Það ættu allir að finna sér eitthvað við hæfi og svo er auðvitað ómissandi á milli veiðitúra að vera með Veiðikortið klárt í bílnum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.