Veiði

Þar sem borgarbörnin fá mariulaxana

Karl Lúðvíksson skrifar
Veiðisvæðið frá Árbæjarstíflu að Ullarfaossi er ansi magnað.
Veiðisvæðið frá Árbæjarstíflu að Ullarfaossi er ansi magnað.

Elliðaárnar hafa á hverju ári gefið mikinn fjölda maríulaxa og er það kannski af því að þangað sækja fjölskyldur með börnin til að freista þess að ná í maríulax.

Það er munaður að hafa slíka veiðiperlu í bakgarðinum sem er að sama skapi gjöful eins og hún er skemmtileg.  Það eru líklega fáar veiðiár sem státa af jafnmörgum maríulöxum miðað við stangarfjölda eins og Elliðaárnar enda er hún afar heppileg til veiða fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref.

Veiðistaðir eins og Sjávarfoss og Breiðan hafa líklega verið best þekktir í ánni enda stoppa margir við brúnna þegar veiðimaður stendur þar undir og glímir við lax.  Þarna má líka iðullega sjá unga veiðimenn undir leiðsögn reyndari veiðimanna sem eru einbeittir með það markmið að setja í sinn fyrsta lax.  Ánni má skipta upp í fjögur megin svæði, svona gróflega.  Fyrst er það svæðið frá Elliðavatnsstíflu og niður að Hundasteinum en þarna er frábært svæði til að veiða á flugu enda fluga aðeins leyfð á þessu svæði.  Síðan frá Hundasteinum og niður að Árbæjarstíflu.  Þarna eru nokkrir þekktir veiðistaðir eins og Breiðholtsstrengir og Árbæjarhylur en á milli þeirra nokkrir "leynistaðir".

Frá Árbæjarstíflu og niður að Ullarfossi er síðan það sem margir telja mestu áskorunina í ánni með veiðistaði eins og Hleinatagl, Ullarfoss og Kerlingaflúðir.  Þetta er fyrir lengra komna veiðimenn í Elliðaánum en klárlega eitt skemmtilegasta svæðið til að leita að laxi með maðk.  Svæðið frá Teljarastreng og niður að Breiðu er samt það svæði sem flestir þekkja og mest eftirsókn er eftir að fá snemma í hverjum útdrætti.  Nú styttist í að laxveiðin hefjist og þeir sem hafa áhuga á að skoða lausa daga í Elliðaánum geta skoðað vefsöluna hjá SVFR hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.