Lífið

Tanja Ýr og Egill trúlofuðu sig á ströndinni í Mexíkó

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tanja Ýr og Egill hafa verið par um nokkurt skeið.
Tanja Ýr og Egill hafa verið par um nokkurt skeið. Instagram/Tanja Ýr

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir, sem var kosin ungfrú Ísland árið 2013, og Egill Halldórsson, eigandi viðburðarfyrirtækisins Wake up Reykjavík, eru trúlofuð, ef marka má myndband sem Tanja birti á Instagram-reikningi sínum í dag.

Parið er statt í Mexíkó um þessar mundir en í myndbandinu sést hvernig Tanja stillir sér upp fyrir myndatöku. Henni að óvörum skellir Egill sér á skeljarnar og biður hennar.

Sjá einnig: Ofurparið Tanja og Egill blogga um ferðalögin sín og lífstíl

„Ég sagði JÁ,“ skrifar Tanja við myndina, svo ætla má að trúlofunin sé staðfest.

Tanja og Egill hafa verið par um nokkurt skeið. Þau eru bæði afar virk á Instagram þar sem þau deila m.a. myndum frá tíðum ferðalögum sínum með fylgjendum í þúsundatali.

Færslu Tönju Ýrar, þar sem hún tilkynnti jafnframt um trúlofun þeirra Egils, má sjá hér að neðan.

 
I said YES @egillhalldorsson
A post shared by Tanja Ýr (@tanjayra) on


Tengdar fréttir

Ofurparið Tanja og Egill blogga um ferðalögin sín og lífstíl

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir, sem var kosin ungfrú Ísland árið 2013, og Egill Halldórsson, eigandi viðburðarfyrirtækisins Wake up Iceland, halda bæði úti ferðabloggsíðu þar sem þau sýna frá ferðalagi þeirra beggja en Tanja og Egill eru í sambandi.

Fegurðar­drottning með gervi­augn­hára­línu

Keppendur í Ungfrú Svíþjóð riðu á vaðið og flögguðu spánnýjum augnhárum sem Tanja Ýr hefur látið framleiða og myndar nú heila línu gerviaugnhára. Augnhárin eru væntanleg í sölu hérlendis í næstu viku segir Tanja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.