Veiði

Ágæt morgunveiði við Elliðavatn á opnunardegi

Karl Lúðvíksson skrifar
Vorurriði
Vorurriði Mynd: Atli Bergman
Veiði hófst í Elliðavatni í dag Sumardaginn fyrsta og fyrstu fréttir af veiðimönnum við vatnið lofa góðu.Við höfum fengið fregnir frá nokkrum veiðimönnum sem standa vaktina við vatnið og þeir eru flestir nokkuð kátir með morguninn.  Þeir sem eru vanir við vatnið á þessum tíma vita hvar bestu staðirnir eru og hvað þarf til að fá fiskinn til að taka.  Fiskur var að taka við Elliðavatnsbæinn og eins var ágætur maður við Þingnesið í morgun sem fékk fjóra fiska og þar af einn um 5 pund.  Að sögn veiðimanna er urriðinn vel haldinn eftir veturinn og mest af því sem er að veiðast er 1-2 punda fiskur.  Ekki hefur nein bleikja verið í aflanum en hún fer að taka betur þegar líður á maí.Einhver brögð munu vera að því að beituveiðimenn séu að nota makríl við vatnið en þess ber að geta að það er ekki leyfileg veiðiaðferð.  Eins má árétta að umgengni sumra veiðimanna er stórlega ábótavant en þó er umgengnin við vatnið núna mun betri en hún var fyrstu dagana í fyrra. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.