Viðskipti erlent

Spotify verðlagt á hátt í þrjú þúsund milljarða í fyrstu viðskiptum

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Verðlagning hlutabréfa í Spotify við skráningu í kauphöll Vestanhafs endurspeglar verðmæti upp á rúmlega 23 milljarða dollara, jafnvirði um 2.300 milljarða króna. Verð á hlutabréfum í fyrstu viðskiptum dagsins var talsvert hærra og fór markaðsverðmæti félagsins hátt í jafnvirði þrjú þúsund milljarða króna.

V
öxtur Spotify hefur verið ævintýri líkastur frá því þeir Daniel Ek og Martin Lorentzon stofnuðu fyrirtækið í Stokkhólmi árið 2006. Notendur eru núna 159 milljónir í 61 landi en þar af eru 70 milljónir notenda sem greiða fyrir áskrift án auglýsinga.

Tekjur Spotify 
í fyrra námu rúmlega fjórum milljörðum evra, jafnvirði 480 milljarða króna en fyrirtækið hefur samt aldrei skilaðhagnaði.

Skr
áning Spotify á hlutabréfamarkað í Kauphöllinni í New York var óhefðbundin og var ekkert opnunarverð gefið upp. Þess í stað veitti Spotify upplýsingar um á hvaða verði hlutabréf félagsins hefðu skipt um hendur í síðustu viðskiptum fyrir skráningu en hæst fóþað í 132 dollara á hlut. 

Viðmiðunarverð við upphaf viðskipta, ákveðið af kauphöll, var 132 dollarar á hlut en það verðleggur félagið á 23,5 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega 2.300 milljarða króna. Verðmæti Spotify hefur næstum því þrefaldast frá síðustu almennu verðlagningu eftir hlutafjárútboð árið 2015 en þá var félagið metið á 8,4 milljarða dollara. 

Í fyrstu viðskiptum dagsins fór gengi bréfa félagsins upp í 169,90 dollara á hlut sem er um 26 prósent hærra en viðmunarverðið. Þessi viðskipti endurspegla markaðverðmæti upp á 29,5 milljarða dollara, jafnvirði tæplega 3.000 milljarða króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Síðan lækkaði gengið nokkuð og voru bréf Spotify að seljast á um 150 dollara á hlut þegar leið á daginn. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.