Mikið að sjá fyrir veiðimenn á Fluguveiðisýningunni í gær. Karl Lúðvíksson skrifar 22. mars 2018 17:25 Jón Þór Ólason, Karl Magnús og Hörður Birgir Hafsteinsson frá SVFR voru á sýningunni í gær Fjölmenni var á Íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fór í gær, miðvikudag, í Háskólabíó. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna að Klaus Frimor kynnti veiðar á steelhead, fluguhnýtarar, þar á meðal Skúli Kristins og Engilbert Jensen, sýndu listir sínar og veiðibúðir og veiðileyfasalar kynntu vörur sínar. Þá var áhugaverð málstofa um sjókvíaeldi og þar var meðal annarra í pallborði Jón Þór Ólason formaður stjórnar SVFR sem var harðorður í garð eldismanna og stjórnvalda og ljóst er að með nýjum formanni mun SVFR verða mikilvæg rödd í þeirri baráttu sem framundan er við þessa miklu vá. Fyrsta Iron Fly fluguhnýtingarkeppnin hér á landi var einnig haldin á hátíðinni og skapaðist mikil stemmning í kringum hana. Þar hnýttu keppendur m.a. með bundið um augu og fluguna Donald Trump. Gunnar Helgason stýrði dagskrá í sal og fór hann eins og ávallt á kostum. Kvöldinu lauk síðan með kvikmyndahátíðinni IF4. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu gestir sér vel og ljóst er að spennan fyrir komandi veiðitímabili sem hefst eftir aðeins nokkra daga er mikil. Mest lesið Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði
Fjölmenni var á Íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fór í gær, miðvikudag, í Háskólabíó. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna að Klaus Frimor kynnti veiðar á steelhead, fluguhnýtarar, þar á meðal Skúli Kristins og Engilbert Jensen, sýndu listir sínar og veiðibúðir og veiðileyfasalar kynntu vörur sínar. Þá var áhugaverð málstofa um sjókvíaeldi og þar var meðal annarra í pallborði Jón Þór Ólason formaður stjórnar SVFR sem var harðorður í garð eldismanna og stjórnvalda og ljóst er að með nýjum formanni mun SVFR verða mikilvæg rödd í þeirri baráttu sem framundan er við þessa miklu vá. Fyrsta Iron Fly fluguhnýtingarkeppnin hér á landi var einnig haldin á hátíðinni og skapaðist mikil stemmning í kringum hana. Þar hnýttu keppendur m.a. með bundið um augu og fluguna Donald Trump. Gunnar Helgason stýrði dagskrá í sal og fór hann eins og ávallt á kostum. Kvöldinu lauk síðan með kvikmyndahátíðinni IF4. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu gestir sér vel og ljóst er að spennan fyrir komandi veiðitímabili sem hefst eftir aðeins nokkra daga er mikil.
Mest lesið Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði