Nokkrar kenningar um af hverju laxinn tekur fluguna Karl Lúðvíksson skrifar 15. febrúar 2018 10:22 Hvaða flugu tók þessi? Mynd úr safni Stangveiði er yndislegt sport og á sér svo ótrúlega margar hliðar sem halda veiðimönnum svo sannarlega við efnið. Eitt af því sem endalaust er hægt að ræða er stóra spurningin um af hverju laxinn tekur fluguna? Það eru nokkrar kenningar á lofti sem ég man eftir í fljótu bragði en vandinn við þær er að það er varla nokkur leið að fullyrða hver þeirra sé réttust eða rétt yfirleitt. Helstu hugmyndirnar eru:Hann tekur fluguna af árasargirni: Þetta er mjög fín kenning og líklega flestir sem eru sammála því að laxinn gæti verið að taka fluguna í einhverjum hormónaham sem fylgir því að vera kominn upp í ánna til að hrygna og að þurfa með frekju og árárashneigð eigna sér bæði maka og hrygningarsvæði. Hann tekur fluguna af eðlishvöt: Þetta tengist því að einhverju leiti samkvæmt kenningarsmiðum sem aðhillast þessa skoðun að lax hefur ekki eiginlegan heila heldur eins og aðrir beinfiskar líffæri sem heitir kvörn. Lax er líklega dýr sem lifir af af stærstum hluta vegna eðlishvatar t.d. að koma sér undan bráð og að bregðast rétt við, þ.e.a.s. hratt og örugglega ef hann kemst sjálfur í færi við bráð til að éta og þá stekkur eðlishvötin inn. Laxinn gæti sem sagt verið að taka fluguna "af því bara".Hann tekur fluguna vegna hungurs: Þetta tengist að vísu eðlishvatarhugmyndinni nokkuð en þeir eru allmargir sem eru þeirrar skoðunar að laxinn sé svo soltinn þegar hann kemur í ánna að hann stökkvi á allt sem líkist því sem hann étur í sjónum og þess vegna séu flugur eins og t.d. Rauður Frances og Sunray vinsælar vegna þess að þlr líkist annars vegar rækju eða rauðátu og hins vegar síli. Þetta er svona helstu þrjár hugmyndirnar en eflaust eru þær fleiri. Ef það verður einhvern tímann þögn í samkvæmi veiðimanna henntu einni af þessum hugmyndum fram eða komdu með nýja. Það verða fljótlega komnar fjörugar umræður. Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði
Stangveiði er yndislegt sport og á sér svo ótrúlega margar hliðar sem halda veiðimönnum svo sannarlega við efnið. Eitt af því sem endalaust er hægt að ræða er stóra spurningin um af hverju laxinn tekur fluguna? Það eru nokkrar kenningar á lofti sem ég man eftir í fljótu bragði en vandinn við þær er að það er varla nokkur leið að fullyrða hver þeirra sé réttust eða rétt yfirleitt. Helstu hugmyndirnar eru:Hann tekur fluguna af árasargirni: Þetta er mjög fín kenning og líklega flestir sem eru sammála því að laxinn gæti verið að taka fluguna í einhverjum hormónaham sem fylgir því að vera kominn upp í ánna til að hrygna og að þurfa með frekju og árárashneigð eigna sér bæði maka og hrygningarsvæði. Hann tekur fluguna af eðlishvöt: Þetta tengist því að einhverju leiti samkvæmt kenningarsmiðum sem aðhillast þessa skoðun að lax hefur ekki eiginlegan heila heldur eins og aðrir beinfiskar líffæri sem heitir kvörn. Lax er líklega dýr sem lifir af af stærstum hluta vegna eðlishvatar t.d. að koma sér undan bráð og að bregðast rétt við, þ.e.a.s. hratt og örugglega ef hann kemst sjálfur í færi við bráð til að éta og þá stekkur eðlishvötin inn. Laxinn gæti sem sagt verið að taka fluguna "af því bara".Hann tekur fluguna vegna hungurs: Þetta tengist að vísu eðlishvatarhugmyndinni nokkuð en þeir eru allmargir sem eru þeirrar skoðunar að laxinn sé svo soltinn þegar hann kemur í ánna að hann stökkvi á allt sem líkist því sem hann étur í sjónum og þess vegna séu flugur eins og t.d. Rauður Frances og Sunray vinsælar vegna þess að þlr líkist annars vegar rækju eða rauðátu og hins vegar síli. Þetta er svona helstu þrjár hugmyndirnar en eflaust eru þær fleiri. Ef það verður einhvern tímann þögn í samkvæmi veiðimanna henntu einni af þessum hugmyndum fram eða komdu með nýja. Það verða fljótlega komnar fjörugar umræður.
Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði