Sænskur „áhrifavaldur“ dæmdur fyrir duldar auglýsingar Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2018 10:40 Kissie þarf að merkja auglýsingarnar betur á miðlum sínum. Wikipedia Sænskur dómstóll sakfelldi í gær sænska bloggarann og „áhrifavaldinn“ Kissie fyrir að vera með duldar auglýsingar á miðlum sínum. Samkvæmt dómnum verður Alexandra „Kissie“ Nilsson að merkja færslur sínar með skýrum hætti ef um auglýsingar sé að ræða, ellegar eiga á hættu að þurfa að greiða 100 þúsund sænskar krónur í sekt, um 1,3 milljónir íslenska króna. SVT greinir frá málinu. Sænski einkaleyfa- og markaðsdómstóllinn kvað upp dóm sinn í gær, en hann hafði tvær færslur á bloggi hennar og eitt á Instagram-síðu hennar frá vordögum 2016 til skoðunar. Telur dómurinn að færslurnar hafi ekki verið merktar með skilmerkilegum hætti til að almenningur gæti gert sér grein fyrir að um auglýsingu hafi verið að ræða.Sjá einnig: Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Færslurnar sem um ræðir voru duldar auglýsingar fyrirtækis sem selur notaða farsíma, en það var umboðsmaður neytenda í Svíþjóð sem stefndi bloggaranum í september 2016. Gunnar Wikström, talsmaður embættisins, segir dóminn mikilvægan fyrir sænska neytendur og svokallaða „áhrifavalda“ sömuleiðis. Hann vonast til að þó að dómurinn snúi einungis að bloggaranum Kissie þá þurfi aðrir „áhrifavaldar“ nú einnig að breyta hegðun sinni. Neytendur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sænskur dómstóll sakfelldi í gær sænska bloggarann og „áhrifavaldinn“ Kissie fyrir að vera með duldar auglýsingar á miðlum sínum. Samkvæmt dómnum verður Alexandra „Kissie“ Nilsson að merkja færslur sínar með skýrum hætti ef um auglýsingar sé að ræða, ellegar eiga á hættu að þurfa að greiða 100 þúsund sænskar krónur í sekt, um 1,3 milljónir íslenska króna. SVT greinir frá málinu. Sænski einkaleyfa- og markaðsdómstóllinn kvað upp dóm sinn í gær, en hann hafði tvær færslur á bloggi hennar og eitt á Instagram-síðu hennar frá vordögum 2016 til skoðunar. Telur dómurinn að færslurnar hafi ekki verið merktar með skilmerkilegum hætti til að almenningur gæti gert sér grein fyrir að um auglýsingu hafi verið að ræða.Sjá einnig: Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Færslurnar sem um ræðir voru duldar auglýsingar fyrirtækis sem selur notaða farsíma, en það var umboðsmaður neytenda í Svíþjóð sem stefndi bloggaranum í september 2016. Gunnar Wikström, talsmaður embættisins, segir dóminn mikilvægan fyrir sænska neytendur og svokallaða „áhrifavalda“ sömuleiðis. Hann vonast til að þó að dómurinn snúi einungis að bloggaranum Kissie þá þurfi aðrir „áhrifavaldar“ nú einnig að breyta hegðun sinni.
Neytendur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent