Endurkalla þurrmjólk í 83 löndum vegna salmonellu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 07:55 Vísir/EPA Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit. BBC greinir frá. Salmonella fannst í einni verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi í desember og hafa frönsk yfirvöld staðfest 35 salmonellusmit í Frakklandi í tengslum við neysli þurrmjólkur frá Lactalis. Þá er eitt staðfest tilvik á Spáni og verið er að rannsaka hugsanleg tilvik í Grikklandi. Helstu sjúkdómseinkenni salmonellusýkingar eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Foreldrar barna sem veikst hafa eftir neyslu þurrmjólkurinnar hafa þegar hafið undirbúning að lögsókn vegna málsins en forstjóri Lactalis segir að fyrirtækið muni greiða bætur vegna málsins. Landbúnaðarráðherra Frakklands segir að allar vörur frá umræddri verksmiðju verði bannaðar þangað til botn fæst í rannsókn málsins. Ríkisstjórnin hefur einnig hótað verslunarkeðjum sektum eftir að í ljós kom að fjölmargar verslanir hafi haldið áfram að selja vörur frá fyrirtækinu sem gætu verið smitaðar, þrátt fyrir viðvaranir. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.Vísir greindi frá því á dögunum að Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Tengdar fréttir Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Mest lesið Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit. BBC greinir frá. Salmonella fannst í einni verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi í desember og hafa frönsk yfirvöld staðfest 35 salmonellusmit í Frakklandi í tengslum við neysli þurrmjólkur frá Lactalis. Þá er eitt staðfest tilvik á Spáni og verið er að rannsaka hugsanleg tilvik í Grikklandi. Helstu sjúkdómseinkenni salmonellusýkingar eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Foreldrar barna sem veikst hafa eftir neyslu þurrmjólkurinnar hafa þegar hafið undirbúning að lögsókn vegna málsins en forstjóri Lactalis segir að fyrirtækið muni greiða bætur vegna málsins. Landbúnaðarráðherra Frakklands segir að allar vörur frá umræddri verksmiðju verði bannaðar þangað til botn fæst í rannsókn málsins. Ríkisstjórnin hefur einnig hótað verslunarkeðjum sektum eftir að í ljós kom að fjölmargar verslanir hafi haldið áfram að selja vörur frá fyrirtækinu sem gætu verið smitaðar, þrátt fyrir viðvaranir. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.Vísir greindi frá því á dögunum að Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga.
Tengdar fréttir Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Mest lesið Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24