Innlent

Sala á rafbílum nærri tvöfaldast

Höskuldur Kári Schram skrifar

Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn.

Óhætt er að segja að bílamarkaðurinn hafi blómstrað á síðasta ári og sló sala á nýjum bílum öll fyrri met.

Markaður með rafbíla tók einnig mikið stökk og nærri tvöfaldaðist á milli ára. Árið 2016 seldust 227 rafbílar en 415 í fyrra samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Þetta er aukning upp á 86 prósent.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að niðurfelling á vörugjöldum og virðisaukaskatti hafi skilað sér í aukinni eftirspurn.

„Það hefur gert þessa bíla samkeppnishæfari,“ segir Runólfur.

Almennt hefur sala á vistvænum bílum farið vaxandi. Loftur Ágústsson markaðsstjóri BL segir að sala á tengitvinnbílum hafi margfaldast frá árinu 2015.

„Fyrir tveimur árum var sala á tengitvinnbílum bara lítill hluti en hún hefur tífaldast á tveimur árum,“ segir Loftur. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.