Norðurá opnar á mánudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2018 10:15 Norðurá opnar fyrir veiðimönnum á mánudaginn. Norðurá opnar á mánudaginn næsta og það virðist þegar nokkuð af laxi kominn í ána. Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður og staðarhaldari við Norðurá sá sex laxa á Brotinu í gær og þeir sem hafa verið að kíkja í Norðurá hafa séð laxa víðar svo það gæti farið svo að opnunin verði hin hressilegasta. Opnun Norðurár er alltaf gerð með nokkurri viðhöfn og jafnan er ansi gestkvæmt við bakkann. Ekki hefur verið gefið upp ennþá hver það verður sem verður fyrstur til að kasta flugu í hana en nokkrir nafntogaðir Íslendingar hafa gjarnan verið fyrstir til þess. Fyrsta flugan dettur væntanlega á vatnsflötin á slaginu 7:00 á mánudagsmorgun. Laxar eru annars farnir að sýna sig víða og það vissulega eykur bjartsýni manna um að það sé gott veiðisumar framundan. Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði
Norðurá opnar á mánudaginn næsta og það virðist þegar nokkuð af laxi kominn í ána. Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður og staðarhaldari við Norðurá sá sex laxa á Brotinu í gær og þeir sem hafa verið að kíkja í Norðurá hafa séð laxa víðar svo það gæti farið svo að opnunin verði hin hressilegasta. Opnun Norðurár er alltaf gerð með nokkurri viðhöfn og jafnan er ansi gestkvæmt við bakkann. Ekki hefur verið gefið upp ennþá hver það verður sem verður fyrstur til að kasta flugu í hana en nokkrir nafntogaðir Íslendingar hafa gjarnan verið fyrstir til þess. Fyrsta flugan dettur væntanlega á vatnsflötin á slaginu 7:00 á mánudagsmorgun. Laxar eru annars farnir að sýna sig víða og það vissulega eykur bjartsýni manna um að það sé gott veiðisumar framundan.
Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði