Kippur í veiðinni í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2018 11:00 Fallegur lax af bátsvaðinu í Eystri Rangá Mynd: ranga.is Það er greinilega að koma kippur í veiðina í Eystri Rangá og göngur að aukast enda er það farið að sjást á veiðitölum. Síðustu daga hafa verið að koma nálægt 50 löxum á land á dag og það er alltaf að aukast lífið í ánni. Hún er yfirleitt að hrökkva í gang um þennan tíma og þá fer hún iðullega yfir 50 laxa á dag og jafnvel upp í 70-90 laxa daga þegar vel liggur á henni. Það getur sett strik í veiðitölurnar að hún dettur stundum í lit og verður illveiðanleg en haldist hún nokkuð hrein í lengri tíma er hún ansi fljót að raða sér á topp fimm listann yfir aflahæstu ár landins. Veiðimenn sem hafa veið við ánna síðustu daga hafa vel tekið eftir göngum í ána og þá sérstaklega þegar vaktin hefur verið staðinn við Bátsvaðið sem er einn neðsti veiðistaðurinn í Eystri Rangá. Í síðustu viku þegar tölur komu út fyrir veiðina í laxveiðiánum voru komnir 216 laxar á land en hún er núna að teygja sig í 500 laxa og á klárlega eftir að renna í sitt besta tímabil. Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði
Það er greinilega að koma kippur í veiðina í Eystri Rangá og göngur að aukast enda er það farið að sjást á veiðitölum. Síðustu daga hafa verið að koma nálægt 50 löxum á land á dag og það er alltaf að aukast lífið í ánni. Hún er yfirleitt að hrökkva í gang um þennan tíma og þá fer hún iðullega yfir 50 laxa á dag og jafnvel upp í 70-90 laxa daga þegar vel liggur á henni. Það getur sett strik í veiðitölurnar að hún dettur stundum í lit og verður illveiðanleg en haldist hún nokkuð hrein í lengri tíma er hún ansi fljót að raða sér á topp fimm listann yfir aflahæstu ár landins. Veiðimenn sem hafa veið við ánna síðustu daga hafa vel tekið eftir göngum í ána og þá sérstaklega þegar vaktin hefur verið staðinn við Bátsvaðið sem er einn neðsti veiðistaðurinn í Eystri Rangá. Í síðustu viku þegar tölur komu út fyrir veiðina í laxveiðiánum voru komnir 216 laxar á land en hún er núna að teygja sig í 500 laxa og á klárlega eftir að renna í sitt besta tímabil.
Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði