Erlent

Drottningin kom út og virti blómahafið fyrir sér

Atli Ísleifsson skrifar
Drottningin var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað.
Drottningin var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað.

Margrét Þórhildur Danadrottning kom út í hallargarð Fredenborgarhallar um miðjan dag í dag til að virða fyrir sér blómin, vendina og kortin sem hafði verið komið þar fyrir til minningar um Hinrik prins sem andaðist í gærkvöldi.



Drottningin var klædd síðri svartri kápu og heilsaði þar upp á þá sem höfðu lagt leið sína þangað.



Jóakim, yngri sonur Margrétar og Hinriks, og Marie, eiginkona hans, höfðu skömmu áður yfirgefið Fredensborgarhöll sem er norðarlega á Sjálandi.



Sjá má myndband af Margréti Þórhildi í hallargarðinum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×