Landaði fimm stórlöxum sama daginn Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2018 10:20 Nils með einn af löxunum úr Vatnsdalsá Mynd: Nils Folmer FB Nils Folmer er veiðimönnum vel kunnur enda er hann einn öflugasti stórlaxaveiðimaður sem sést hefur á bökkum landsins. Á sunnudaginn var hann við veiðar í Vatnsdalsá og verði sér lítið fyrir og landaði fjórum löxum á morgunvaktinni og sá stærsti af þeim var 93 sm. Hann bætti um betur og landaði síðan fimmta laxinum á seinni vaktinni en sá var 95 sm langur og nýgengin lax af Vatnsdalsstofni er líklega um 10 kíló í þessari lengd þbí eins og veiðimenn þekkja er laxinn í ánni bæði þykkur og eins og sagt var um þessa laxa "það er þungt í þeim pundið". Laxarnir tóku allir flugu sem Nils hannaði sjálfur sem ber nafnið Autumn Hooker. Nafnið gæti gefið það til kynna að þetta sé síðsumarsfluga en svo er greinilega ekki, í það minnsta gæti hún kannski veit vel allt tímabilið. Mest lesið Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Víðidalsá: 19 laxar og flestir á smáar flugur Veiði Öxarárurriði heimtur eftir níu ár frá merkingu Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði
Nils Folmer er veiðimönnum vel kunnur enda er hann einn öflugasti stórlaxaveiðimaður sem sést hefur á bökkum landsins. Á sunnudaginn var hann við veiðar í Vatnsdalsá og verði sér lítið fyrir og landaði fjórum löxum á morgunvaktinni og sá stærsti af þeim var 93 sm. Hann bætti um betur og landaði síðan fimmta laxinum á seinni vaktinni en sá var 95 sm langur og nýgengin lax af Vatnsdalsstofni er líklega um 10 kíló í þessari lengd þbí eins og veiðimenn þekkja er laxinn í ánni bæði þykkur og eins og sagt var um þessa laxa "það er þungt í þeim pundið". Laxarnir tóku allir flugu sem Nils hannaði sjálfur sem ber nafnið Autumn Hooker. Nafnið gæti gefið það til kynna að þetta sé síðsumarsfluga en svo er greinilega ekki, í það minnsta gæti hún kannski veit vel allt tímabilið.
Mest lesið Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Víðidalsá: 19 laxar og flestir á smáar flugur Veiði Öxarárurriði heimtur eftir níu ár frá merkingu Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði