Viðskipti innlent

Sjóðstreymið öskrar kaupa

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Garðar Hannes Friðjónsson framkvæmdastjóri Eikar
Garðar Hannes Friðjónsson framkvæmdastjóri Eikar

Sjóðstreymið öskrar: Kaupa, segir í verðmati Arion banka á fasteignafélaginu Eik. Greiningin birtist á föstudaginn og var matið, sem er 11,7 krónur á hlut, þá 51 prósent yfir síðasta dagslokagengi. Nú er matið 38 prósentum yfir markaðsvirði. Verðmatið lækkaði lítillega frá hinu síðasta hinn 21. mars.



„Erfitt er að sjá að markaðurinn sé að verðleggja Eik á markaði í dag út frá væntu sjóðstreymi félagsins á næstu árum, jafnvel þótt við drögum upp nokkuð dökka sviðsmynd þar sem nýtingarhlutfall lækkar á komandi árum samhliða kólnun í hagkerfinu og erfitt verður að hækka leigu umfram verðlagsþróun,“ segir í greiningunni.



Umræða um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta atvinnuhúsnæðis til mótvægis við hækkun fasteignamats virðist loks hafa borið árangur, segir Arion banki. Reykjavíkurborg hafi ekki lækkað álagningarprósentuna fyrir næsta ár en önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu stefni flest að því að lækka hana. Kópavogur lækkaði hlutfallið um sex prósent, Hafnarfjörður um 11 prósent og Mosfellsbæ um sjö prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×