Frábær veiði á Kárastöðum Karl Lúðvíksson skrifar 26. apríl 2018 12:23 Gunnar með flottann urriða af Kárastöðum í fyrradag. Mynd: Fish Partner Urriðinn virðist vera að taka grimmt þessa dagana enda berast okkur svo til daglega góðar fréttir af urriðaslóðum. Veiðisvæðið við Kárastaðo í Þingvallavatni er þar engin undantekning. Þeir sem voru þar við veiðar í fyrradag lönduðu 14 flottum urriðum og misstu eitthvað annað eins. Flestir fiskarnir voru teknir á hægsökkvandi línur og ýmsar straumflugur en sú aðferð getur gefið vel ef fiskurinn liggur mikið niðri. Annars hefur það líka gefið vel að vera með flotlínu og langann taum með púpu, þurrflugu eða straumflugu. Það er bara um að gera að vera duglegur að prófa ýmsar flugur og aðferðir. Þeir sem vilja skoða laus leyfi á Kárastöðum geta smellt hér. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Saga stangveiða: Stóra-Laxá gaf 10 laxa á þrettándanum Veiði
Urriðinn virðist vera að taka grimmt þessa dagana enda berast okkur svo til daglega góðar fréttir af urriðaslóðum. Veiðisvæðið við Kárastaðo í Þingvallavatni er þar engin undantekning. Þeir sem voru þar við veiðar í fyrradag lönduðu 14 flottum urriðum og misstu eitthvað annað eins. Flestir fiskarnir voru teknir á hægsökkvandi línur og ýmsar straumflugur en sú aðferð getur gefið vel ef fiskurinn liggur mikið niðri. Annars hefur það líka gefið vel að vera með flotlínu og langann taum með púpu, þurrflugu eða straumflugu. Það er bara um að gera að vera duglegur að prófa ýmsar flugur og aðferðir. Þeir sem vilja skoða laus leyfi á Kárastöðum geta smellt hér.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Saga stangveiða: Stóra-Laxá gaf 10 laxa á þrettándanum Veiði