Bleikjan farin að taka í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 29. maí 2018 08:04 Þorsteinn Stefánsson með stóra bleikju úr Þingvallavatni í fyrra. Seinni parturinn af maí er oft ágætur tími í bleikjuna í Þingvallavatni og samkvæmt fréttum sem okkur hafa verið að berast er bleikjan komin í tökustuð. Það er kannski ekki nein mokveiði en sem fyrr er það stór bleikja sem gjarnan veiðist á þessum tíma. Þeir bleikjur sem veiðimenn hafa verið að fá eru 2-4 pund og koma vel undan vetri, feitar og sprækar. Veiðin er mest stunduð fyrir landi Þjóoðgarðsins og hefur verið mesta veiðin út af Lambhaga og að Öfugsnáða. Veður hefur ger veiðimönnum lífið leitt við vatnið þegar það bylur á með roki og rigningu en þegar það lægir inná milli er veiðin ágæt og bleikjan að vaka víða við bakkann. Það er líka farið að veiðast í Úlfljótsvatni og að sama skapi erum við að frétta af vænum bleikjum sem þar hafa verið að veiðast. Sú stærsta sem við höfum haft fréttir af 5 pund og veiddist á svæðinu sem Fish Partners eru með. Vötnin eru vonandi að komast í gang og það sem veiðimenn bíða bara eftir núna er skaplegra veður takk fyrir. Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði
Seinni parturinn af maí er oft ágætur tími í bleikjuna í Þingvallavatni og samkvæmt fréttum sem okkur hafa verið að berast er bleikjan komin í tökustuð. Það er kannski ekki nein mokveiði en sem fyrr er það stór bleikja sem gjarnan veiðist á þessum tíma. Þeir bleikjur sem veiðimenn hafa verið að fá eru 2-4 pund og koma vel undan vetri, feitar og sprækar. Veiðin er mest stunduð fyrir landi Þjóoðgarðsins og hefur verið mesta veiðin út af Lambhaga og að Öfugsnáða. Veður hefur ger veiðimönnum lífið leitt við vatnið þegar það bylur á með roki og rigningu en þegar það lægir inná milli er veiðin ágæt og bleikjan að vaka víða við bakkann. Það er líka farið að veiðast í Úlfljótsvatni og að sama skapi erum við að frétta af vænum bleikjum sem þar hafa verið að veiðast. Sú stærsta sem við höfum haft fréttir af 5 pund og veiddist á svæðinu sem Fish Partners eru með. Vötnin eru vonandi að komast í gang og það sem veiðimenn bíða bara eftir núna er skaplegra veður takk fyrir.
Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði