Laxá í Mývatnssveit opnaði í gær Karl Lúðvíksson skrifar 30. maí 2018 10:44 Eitt allra besta urriðasvæði heims opnaði í gær og samkvæmt fyrstu fréttum er veiðin ágæt og fiskurinn vel haldinn. Það er alltaf mikil spenna fyrir opnun urriðasvæðisins við Laxá í Mývatnssveit enda svæðið algjörlega einstakt í sinni röð. Það er stór fjöldi veiðimanna sem heldur mikilli tryggð við þetta svæði enda er það engin furða því veiðin er yfirleitt afskaplega góð. Fyrstu tölur eru svo sem ekki komnar í hús en við höfum þó haft fréttir frá nokkrum sem eru við veiðar og bera menn sig vel með aflabrögð og þá sérstaklega veðrið líka en einmuna blíða er á norðausturlandi þessa dagana. Þeir sem hafa hug á að kíkja norður í urriða en eiga eftir að bóka leyfi geta kíkt á söluvefinn hjá SVFR en þar má sjá lausa daga á næstunni. Það eru sárafáir júnídagar eftir svo ef aflabrögðin halda áfram að vera jafn góð í júní og síðustu ár má reikna með að margir vilji kíkja norður, ekki bara af því að veiðin er góð heldur til að njóta sumarsins líka en það er víst ekki væntanlegt á suður og vesturlandi í bráð. Mest lesið Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði I hope I got the right one! Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Misskipt veðurguða gæðum Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði
Eitt allra besta urriðasvæði heims opnaði í gær og samkvæmt fyrstu fréttum er veiðin ágæt og fiskurinn vel haldinn. Það er alltaf mikil spenna fyrir opnun urriðasvæðisins við Laxá í Mývatnssveit enda svæðið algjörlega einstakt í sinni röð. Það er stór fjöldi veiðimanna sem heldur mikilli tryggð við þetta svæði enda er það engin furða því veiðin er yfirleitt afskaplega góð. Fyrstu tölur eru svo sem ekki komnar í hús en við höfum þó haft fréttir frá nokkrum sem eru við veiðar og bera menn sig vel með aflabrögð og þá sérstaklega veðrið líka en einmuna blíða er á norðausturlandi þessa dagana. Þeir sem hafa hug á að kíkja norður í urriða en eiga eftir að bóka leyfi geta kíkt á söluvefinn hjá SVFR en þar má sjá lausa daga á næstunni. Það eru sárafáir júnídagar eftir svo ef aflabrögðin halda áfram að vera jafn góð í júní og síðustu ár má reikna með að margir vilji kíkja norður, ekki bara af því að veiðin er góð heldur til að njóta sumarsins líka en það er víst ekki væntanlegt á suður og vesturlandi í bráð.
Mest lesið Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði I hope I got the right one! Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Misskipt veðurguða gæðum Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði