SpaceX sækir 500 milljónir dollara í hlutafé Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. desember 2018 09:00 Miðað við hlutafjáraukninguna er félagið, sem alla jafna er kallað SpaceX, metið á 30,5 milljarða dollara eða 3.720 milljarða króna. vísir/getty Eldflaugafyrirtækið Space Exploration Technologies, sem stofnað var af Elon Musk, stefnir á að auka hlutafé um 500 milljónir dollara, jafnvirði 61 milljarðs króna, til að hleypa netþjónustu af stokkunum. Miðað við hlutafjáraukninguna er félagið, sem alla jafna er kallað SpaceX, metið á 30,5 milljarða dollara eða 3.720 milljarða króna. Núverandi hluthafar og skoska eignastýringin Baillie Gifford & Co, sem er einn stærsti hluthafi rafmagnsbílaframleiðandans Tesla sem Musk fer einnig fyrir, leggja til hlutaféð. Frá stofnun hefur SpaceX safnað 2,5 milljörðum dollara í hlutafé. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal. SpaceX stefnir á að fjárfesta í Starlink sem veitir internetþjónustu í gegnum gervihnetti. Hugmyndin er að þjónustan verði veitt fyrir tilstilli fjögur þúsund gervihnatta. Mögulega gætu þeir orðið yfir ellefu þúsund. Til samanburðar telur stærsta net gervitungla fyrir fjarskipti 65 gervihnetti. Í frétt The Wall Street Journal er vakin athygli á að SpaceX hafi gengið illa að standa við áætlanir. Snemma á árinu 2016 var reiknað með að 44 eldflaugum yrði skotið á loft í ár en stefnt er á að í dag, miðvikudag, verði 21. eldflauginni á þessu ári skotið upp. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eldflaugafyrirtækið Space Exploration Technologies, sem stofnað var af Elon Musk, stefnir á að auka hlutafé um 500 milljónir dollara, jafnvirði 61 milljarðs króna, til að hleypa netþjónustu af stokkunum. Miðað við hlutafjáraukninguna er félagið, sem alla jafna er kallað SpaceX, metið á 30,5 milljarða dollara eða 3.720 milljarða króna. Núverandi hluthafar og skoska eignastýringin Baillie Gifford & Co, sem er einn stærsti hluthafi rafmagnsbílaframleiðandans Tesla sem Musk fer einnig fyrir, leggja til hlutaféð. Frá stofnun hefur SpaceX safnað 2,5 milljörðum dollara í hlutafé. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal. SpaceX stefnir á að fjárfesta í Starlink sem veitir internetþjónustu í gegnum gervihnetti. Hugmyndin er að þjónustan verði veitt fyrir tilstilli fjögur þúsund gervihnatta. Mögulega gætu þeir orðið yfir ellefu þúsund. Til samanburðar telur stærsta net gervitungla fyrir fjarskipti 65 gervihnetti. Í frétt The Wall Street Journal er vakin athygli á að SpaceX hafi gengið illa að standa við áætlanir. Snemma á árinu 2016 var reiknað með að 44 eldflaugum yrði skotið á loft í ár en stefnt er á að í dag, miðvikudag, verði 21. eldflauginni á þessu ári skotið upp.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira