Rjúpnaveiðin búin þetta árið Karl Lúðvíksson skrifar 26. nóvember 2018 10:12 Rjúpnaveiðitímabilinu er lokið. Síðasta helgin þar sem leyft var að ganga til rjúpna er liðin og það er ekki annað að heyra en að flestir hafi náð í jólasteikina. Rjúpnaveiðimenn voru farnir að kalla þess síðustu helgi "Skotvís helgina" og það voru margir afar þakklátir að það hafi verið bætt við fimmtu helginni því ekki tókstu öllum að ná sér í þær rjúpur sem þeir þurftu á hinum fjórum helginum. Ein helgin var ónýt meira og minna sökum veðurs á suður og vesturlandi en það fóru fleiri helgar forgörðum á norður og austurlandi vegna veðurs. Veðrið þessa síðustu helgi var frekar gott um allt land, bæði frost, lítill vindur og bjart en þetta er það veður sem rjúpnaveiðimenn eru mjög þakklátir fyrir að fá um helgar þegar má ganga til rjúpna. Tímabilið virðist hafa gengið slysalaust fyrir sig og allar skyttur skilað sér heilar heim sem er fyrir mestu. Það sem við höfum heyrt af skyttum og lesið af spjallþráðum hinna ýmsu veiðispjalla er ekki annað að heyra að veiðin hafi verið góð en umræðan um skipulag veiðanna er þó alltaf að verða háværari. Mest lesið Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði
Síðasta helgin þar sem leyft var að ganga til rjúpna er liðin og það er ekki annað að heyra en að flestir hafi náð í jólasteikina. Rjúpnaveiðimenn voru farnir að kalla þess síðustu helgi "Skotvís helgina" og það voru margir afar þakklátir að það hafi verið bætt við fimmtu helginni því ekki tókstu öllum að ná sér í þær rjúpur sem þeir þurftu á hinum fjórum helginum. Ein helgin var ónýt meira og minna sökum veðurs á suður og vesturlandi en það fóru fleiri helgar forgörðum á norður og austurlandi vegna veðurs. Veðrið þessa síðustu helgi var frekar gott um allt land, bæði frost, lítill vindur og bjart en þetta er það veður sem rjúpnaveiðimenn eru mjög þakklátir fyrir að fá um helgar þegar má ganga til rjúpna. Tímabilið virðist hafa gengið slysalaust fyrir sig og allar skyttur skilað sér heilar heim sem er fyrir mestu. Það sem við höfum heyrt af skyttum og lesið af spjallþráðum hinna ýmsu veiðispjalla er ekki annað að heyra að veiðin hafi verið góð en umræðan um skipulag veiðanna er þó alltaf að verða háværari.
Mest lesið Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði