Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2018 09:00 Veiðin í Þverá og Kjarrá hefur verið afskaplega góð í sumar og er áin sú fyrsta til að rjúfa 1.000 laxa múrinn en það gerðist í gærkvöldi. Það hafa verið mjög kröftugar göngur í Þverá og Kjarrá og það sem vekur einnig lukku hjá veiðimönnum við bakka þeirra er gott hlutfall af tveggja ára laxi í aflanum. Vikuveiðin þessa vikuna gæti stefnt í 350-400 laxa ef aflabrögð verða áfram jafn góð og þau hafa verið. Það er vaxandi straumur næstu sjö daga og þess vegna má gera ráð fyrir því að enn eigi eftir að bætast verulega við það magn af laxi sem er í ánum og vel setnar eru þær orðnar fyrir. Þeir sem þekkja þær best eru farnir að henda líklegri lokaútkomu sumarsins á loft og nefna í því skyni að það sé alveg eins líklegt að heildarveiðin fari yfir 3.000 laxa í sumar. Mest lesið Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði
Veiðin í Þverá og Kjarrá hefur verið afskaplega góð í sumar og er áin sú fyrsta til að rjúfa 1.000 laxa múrinn en það gerðist í gærkvöldi. Það hafa verið mjög kröftugar göngur í Þverá og Kjarrá og það sem vekur einnig lukku hjá veiðimönnum við bakka þeirra er gott hlutfall af tveggja ára laxi í aflanum. Vikuveiðin þessa vikuna gæti stefnt í 350-400 laxa ef aflabrögð verða áfram jafn góð og þau hafa verið. Það er vaxandi straumur næstu sjö daga og þess vegna má gera ráð fyrir því að enn eigi eftir að bætast verulega við það magn af laxi sem er í ánum og vel setnar eru þær orðnar fyrir. Þeir sem þekkja þær best eru farnir að henda líklegri lokaútkomu sumarsins á loft og nefna í því skyni að það sé alveg eins líklegt að heildarveiðin fari yfir 3.000 laxa í sumar.
Mest lesið Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði