Offita fyrr og nú Óttar Guðmundsson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Í Egilssögu er sagt frá landnámsmanni sem Ketill hét, blundur. Sonur hans, Geir hinn auðgi, kvæntist Þórunni, systur Egils Skallagrímssonar. Þau eignuðust synina Blund-Ketil, Þorgeir blund og Þórodd hrísablund. Ég hélt alltaf að þessi fjölskylda hefði þjáðst af svefnsýki en Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og frændi minn, benti mér á að orðið blundur væri úr gelísku og þýddi feitur. Þessi piltar áttu því við verulegan offituvanda að stríða, sem reyndar fylgir stundum svefnsýkinni. Ólafur Haraldsson, Noregskonungur var lítill og feitur patti, haldinn kvalalosta. Hann var kallaður Ólafur helgi í Noregi en Ólafur digri á Íslandi. Norðmenn voru greinilega meðvirkir með þessum ólánlega þjóðhöfðingja sínum. Í Sturlungu eru fjórir karlar og ein kona sem bera viðurnefnið digri. Með vaxandi velmegun þjóðarinnar hefur þyngdarstuðullinn hækkað verulega. Þjóðin er mjög meðvituð um þau vandamál sem fylgja aukakílóum. Allir fjölmiðlar gera út á offituvandann með megrunarráðum og dramatískum frásögnum af fólki sem léttist um tugi kílóa með því að drekka gulrótasafa. Stór hluti fólks stundar einhvers konar aðhald og líkamsrækt með litlum árangri. Þybbið fólk verður fyrir stöðugu aðkasti velmeinandi horrenglna sem vita hvað öllum er fyrir bestu. Í allri umræðunni gleymist að þjóðin er feitari en áður en hún hefur aldrei verið heilbrigðari og langlífari. Maður getur huggað sig við að forfeðurnir sem voru á víkingakúrnum (enginn sykur, ekkert hveiti, mikil fita og eggjahvíta) glímdu við þennan sama vanda. Snorri Sturluson var reyndar kurteis maður og vildi ekki vera sakaður um fitufordóma. Hann ákvað því að fela aðdróttanir sína um holdafar fólks í orðskrúði sem enginn skilur lengur nema eini sérfræðingur þjóðarinnar í gelísku. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Í Egilssögu er sagt frá landnámsmanni sem Ketill hét, blundur. Sonur hans, Geir hinn auðgi, kvæntist Þórunni, systur Egils Skallagrímssonar. Þau eignuðust synina Blund-Ketil, Þorgeir blund og Þórodd hrísablund. Ég hélt alltaf að þessi fjölskylda hefði þjáðst af svefnsýki en Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og frændi minn, benti mér á að orðið blundur væri úr gelísku og þýddi feitur. Þessi piltar áttu því við verulegan offituvanda að stríða, sem reyndar fylgir stundum svefnsýkinni. Ólafur Haraldsson, Noregskonungur var lítill og feitur patti, haldinn kvalalosta. Hann var kallaður Ólafur helgi í Noregi en Ólafur digri á Íslandi. Norðmenn voru greinilega meðvirkir með þessum ólánlega þjóðhöfðingja sínum. Í Sturlungu eru fjórir karlar og ein kona sem bera viðurnefnið digri. Með vaxandi velmegun þjóðarinnar hefur þyngdarstuðullinn hækkað verulega. Þjóðin er mjög meðvituð um þau vandamál sem fylgja aukakílóum. Allir fjölmiðlar gera út á offituvandann með megrunarráðum og dramatískum frásögnum af fólki sem léttist um tugi kílóa með því að drekka gulrótasafa. Stór hluti fólks stundar einhvers konar aðhald og líkamsrækt með litlum árangri. Þybbið fólk verður fyrir stöðugu aðkasti velmeinandi horrenglna sem vita hvað öllum er fyrir bestu. Í allri umræðunni gleymist að þjóðin er feitari en áður en hún hefur aldrei verið heilbrigðari og langlífari. Maður getur huggað sig við að forfeðurnir sem voru á víkingakúrnum (enginn sykur, ekkert hveiti, mikil fita og eggjahvíta) glímdu við þennan sama vanda. Snorri Sturluson var reyndar kurteis maður og vildi ekki vera sakaður um fitufordóma. Hann ákvað því að fela aðdróttanir sína um holdafar fólks í orðskrúði sem enginn skilur lengur nema eini sérfræðingur þjóðarinnar í gelísku. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun