Elliðavatn vaknar með stórurriðum á færinu Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2017 10:04 Joau með 5 punda urriða í gærkvöldi við Elliðavatn. Mynd: KL Loksins vaknar uppáhaldsveiðivatn borgarbúa úr vordvalanum en aðstæður við vatnið í gær voru frábærar og þar mátti sjá fisk vaka víða um vatnið. Það var mikil umferð við vatnið í gær í blíðskaparveðri en fólk í kvöldbíltúr, hestamenn, krakkar á skellinöðrum og veiðimenn nutu útivistar við vatnið í gær. Þrátt fyrir að aðstæður væri jafn góðar og raun bar vitni og vakir um allt vatn var takan ekkert rosalega góð og fáir veiðimenn sem settu í fisk. Það var þó vinur greinarhöfundar, Joau Duarte, sem toppaði kvöldið með því að setja í og landa um 5 punda urriða sem var sleppt aftur að lokinni viðureign. Hann hefur verið duglegur að kíkja uppá Elliðavatn í vor en það hefur verið heldur rólegt framan af voru þangað til í fyrrakvöld en þá náði hann 7 punda fisk á sama stað og hann náði þessum fisk sem sést á myndinni í gær. Það mátti greinilega sjá þegar þessir stóru fiskar voru að skvetta sér í yfirborðinu innan um vakir frá minni urriðum og bleikju. Það var mikið klak á flugu í gær og greinilega veisla hjá fiskinum við vatnið í gær. Spáin um helgina er mjög góð og aðstæður til veiða orðnar góðar um allt land í vötnum á láglendi en þó er einstaka vatn í innsveitum líka farið að taka við sér og Skagaheiðin er að sama skapi að vakna til lífsins. Ég held að okkur sé óhætt að segja þetta veiðisumar hér komið komið í gang. Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði
Loksins vaknar uppáhaldsveiðivatn borgarbúa úr vordvalanum en aðstæður við vatnið í gær voru frábærar og þar mátti sjá fisk vaka víða um vatnið. Það var mikil umferð við vatnið í gær í blíðskaparveðri en fólk í kvöldbíltúr, hestamenn, krakkar á skellinöðrum og veiðimenn nutu útivistar við vatnið í gær. Þrátt fyrir að aðstæður væri jafn góðar og raun bar vitni og vakir um allt vatn var takan ekkert rosalega góð og fáir veiðimenn sem settu í fisk. Það var þó vinur greinarhöfundar, Joau Duarte, sem toppaði kvöldið með því að setja í og landa um 5 punda urriða sem var sleppt aftur að lokinni viðureign. Hann hefur verið duglegur að kíkja uppá Elliðavatn í vor en það hefur verið heldur rólegt framan af voru þangað til í fyrrakvöld en þá náði hann 7 punda fisk á sama stað og hann náði þessum fisk sem sést á myndinni í gær. Það mátti greinilega sjá þegar þessir stóru fiskar voru að skvetta sér í yfirborðinu innan um vakir frá minni urriðum og bleikju. Það var mikið klak á flugu í gær og greinilega veisla hjá fiskinum við vatnið í gær. Spáin um helgina er mjög góð og aðstæður til veiða orðnar góðar um allt land í vötnum á láglendi en þó er einstaka vatn í innsveitum líka farið að taka við sér og Skagaheiðin er að sama skapi að vakna til lífsins. Ég held að okkur sé óhætt að segja þetta veiðisumar hér komið komið í gang.
Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði