Lausir dagar í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2017 10:00 Bjarki Már Jóhannsson með stórlax sem verið er að sleppa í Ytri Rangá Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Veiðin í Ytri Rangá hefur verið afskaplega góð í ágúst og það stefnir í að hundrað laxa dagarnir verði nokkuð margir í þessum mánuði. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir dögum í Ytri Rangá eins og gefur að skilja þegar veiðin er svona góð og margir að leita eftir lausum dögum. Eftir smá eftirgrennslan inná veiðisölusíðum þá fundum við lausa daga inná síðunni hjá Veiða.is en það er heldur ekki um marga daga að ræða. Samkvæmt þeim upplýsingum sem má finna á síðunni eru laust 27-30. ágúst og svo aftur í lok september og það er eiginlega allt og sumt. Margir af þeim erlendu veiðimönnum sem hafa veitt í Ytri Rangá í sumar bóka sig aftur að ári þegar þeir kveðja ánna og það er þannig líka hjá vel flestum Íslensku veiðimönnunum sem gera það gott í ánni. Veiðin er komin yfir 3000 laxa og það stefnir í að hún verði með um 4000 veidda laxa um eða yfir næstu helgi sem setur hana örugga í efsta sætið yfir aflahæstu ár landsins þetta sumarið. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði
Veiðin í Ytri Rangá hefur verið afskaplega góð í ágúst og það stefnir í að hundrað laxa dagarnir verði nokkuð margir í þessum mánuði. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir dögum í Ytri Rangá eins og gefur að skilja þegar veiðin er svona góð og margir að leita eftir lausum dögum. Eftir smá eftirgrennslan inná veiðisölusíðum þá fundum við lausa daga inná síðunni hjá Veiða.is en það er heldur ekki um marga daga að ræða. Samkvæmt þeim upplýsingum sem má finna á síðunni eru laust 27-30. ágúst og svo aftur í lok september og það er eiginlega allt og sumt. Margir af þeim erlendu veiðimönnum sem hafa veitt í Ytri Rangá í sumar bóka sig aftur að ári þegar þeir kveðja ánna og það er þannig líka hjá vel flestum Íslensku veiðimönnunum sem gera það gott í ánni. Veiðin er komin yfir 3000 laxa og það stefnir í að hún verði með um 4000 veidda laxa um eða yfir næstu helgi sem setur hana örugga í efsta sætið yfir aflahæstu ár landsins þetta sumarið.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði