Átta stórlaxar á land á fyrstu vakt í Þjórsá Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2017 15:43 Tekist á við lax í Urriðafossi í morgun Mynd: Ion fishing FB Ætli það sé ekki óhætt að segja að þetta sumar fari af stað með ágætis hvelli en veiðin hófst formlega í Straumunum og á nýju veiðisvæði í Þjórsá. Eins og við greindum frá í morgun hefur félagið Iceland Outfitters gert samning við bændur um stangveiði í Urriðafossi og þar hófu menn veiðar í morgun. Það tók ekki langan tíma að taka fyrsta fiskinn þrátt fyrir afleitt veður og það er að sögn leigutaka nokkuð líf á svæðinu. Á morgunvaktinni komu átta laxar á land og allt var það 80-85 sm fiskur sem kemur virkilega vel haldin úr hafi og gefur það góða von um að seiðin sem fóru til sjávar síðasta vor hafi verið í nægu æti og það fari því eins og margir hafa spáð að framundan sé gott smálaxa ár. Það skal þó taka fram að lax 80-85 sm er lax sem hefur dvalið tvö ár í sjó en gott hlutfall tveggja ára laxa í byrjun getur oft gefið jákvæða mynd af því sem koma skal og skiptir í raun mestu máli þegar upp er staðið í veiðinni en það eru sterkar göngur eins árs laxa. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Ætli það sé ekki óhætt að segja að þetta sumar fari af stað með ágætis hvelli en veiðin hófst formlega í Straumunum og á nýju veiðisvæði í Þjórsá. Eins og við greindum frá í morgun hefur félagið Iceland Outfitters gert samning við bændur um stangveiði í Urriðafossi og þar hófu menn veiðar í morgun. Það tók ekki langan tíma að taka fyrsta fiskinn þrátt fyrir afleitt veður og það er að sögn leigutaka nokkuð líf á svæðinu. Á morgunvaktinni komu átta laxar á land og allt var það 80-85 sm fiskur sem kemur virkilega vel haldin úr hafi og gefur það góða von um að seiðin sem fóru til sjávar síðasta vor hafi verið í nægu æti og það fari því eins og margir hafa spáð að framundan sé gott smálaxa ár. Það skal þó taka fram að lax 80-85 sm er lax sem hefur dvalið tvö ár í sjó en gott hlutfall tveggja ára laxa í byrjun getur oft gefið jákvæða mynd af því sem koma skal og skiptir í raun mestu máli þegar upp er staðið í veiðinni en það eru sterkar göngur eins árs laxa.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði