Henrik Mortensen með kastsýningu hjá SVFR í kvöld. Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2017 10:47 Í kvöld fimmtudagskvöldið 11. maí n.k. mun hinn heimsfrægi flugukastari, kastkennari og stangahönnuður Henrik Mortensen vera með kastsýningu á túninu við höfuðstöðvar SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Húsið opnar kl. 19:30 en Henrik mun byrja að kasta kl. 20:15. Að lokinni sýningu, gefst viðstöddum kostur á að prófa Salmologic stangirnar sem er afrakstur ævistarfs Henriks en Henrik hefur hannað veiðitæki fyrir helstu veiðivöruframleiðendur heims og framleiðir nú eigin stangir og línur undir merkjum Salmologic. Kíkið endilega á rúnt upp í Elliðaárdal, sjáið meistarann athafna sig og takið nokkur köst á túninu sjálf. Henrik Mortensen þekkja nú flestir íslenskir veiðimenn. Henrik er flugukastkennari, hönnuður veiðitækja og hefur gefið út fjölda kennslu DVD diska og bóka um fluguköst. Henrik hefur starfað fyrir stærstu veiðivöruframleiðendur heims og hannar nú fyrir sitt eigið merki, Thomas Thaarup er reyndur flugukastkennari sem hefur starfað með Henrik í fjöldamörg ár. Thomas er „ambassador“ fyrir Salmologic og frábær flugukastari og kennari. Þeir standa fyrir kastnámskeiðum hér á landi og allar upplýsingar um námskeiðin má finna á www.salmonlogic.is. Kastnámskeiðin verða með sama sniði og í fyrra en kennt verður í 4 klukkustundir. Henrik mun útskýra fræðin á bakvið fluguköst og fluguveiði og mikilvægi þess að raða veiðigræjunum rétt saman. Svo munu allir fá tilsögn frá þeim félögum. Námskeiðin henta byrjendum sem lengra komnum. Salmologic stangir verða á staðnum en fólk er hvatt til að koma með sínar eigin stangir og það getur fengið að prófa Salmologic línur við stangirnar sínar. Mest lesið 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði
Í kvöld fimmtudagskvöldið 11. maí n.k. mun hinn heimsfrægi flugukastari, kastkennari og stangahönnuður Henrik Mortensen vera með kastsýningu á túninu við höfuðstöðvar SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Húsið opnar kl. 19:30 en Henrik mun byrja að kasta kl. 20:15. Að lokinni sýningu, gefst viðstöddum kostur á að prófa Salmologic stangirnar sem er afrakstur ævistarfs Henriks en Henrik hefur hannað veiðitæki fyrir helstu veiðivöruframleiðendur heims og framleiðir nú eigin stangir og línur undir merkjum Salmologic. Kíkið endilega á rúnt upp í Elliðaárdal, sjáið meistarann athafna sig og takið nokkur köst á túninu sjálf. Henrik Mortensen þekkja nú flestir íslenskir veiðimenn. Henrik er flugukastkennari, hönnuður veiðitækja og hefur gefið út fjölda kennslu DVD diska og bóka um fluguköst. Henrik hefur starfað fyrir stærstu veiðivöruframleiðendur heims og hannar nú fyrir sitt eigið merki, Thomas Thaarup er reyndur flugukastkennari sem hefur starfað með Henrik í fjöldamörg ár. Thomas er „ambassador“ fyrir Salmologic og frábær flugukastari og kennari. Þeir standa fyrir kastnámskeiðum hér á landi og allar upplýsingar um námskeiðin má finna á www.salmonlogic.is. Kastnámskeiðin verða með sama sniði og í fyrra en kennt verður í 4 klukkustundir. Henrik mun útskýra fræðin á bakvið fluguköst og fluguveiði og mikilvægi þess að raða veiðigræjunum rétt saman. Svo munu allir fá tilsögn frá þeim félögum. Námskeiðin henta byrjendum sem lengra komnum. Salmologic stangir verða á staðnum en fólk er hvatt til að koma með sínar eigin stangir og það getur fengið að prófa Salmologic línur við stangirnar sínar.
Mest lesið 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði