Hnúðlaxar eru að veiðast víða á landinu Karl Lúðvíksson skrifar 12. ágúst 2017 10:00 Hnúðlax sem veiddist nýlega í Héðinsfjarðarvatni Mynd: Haukur Sveinn Hauksson Mynd af hnúðlaxahrúgu eftir ádrátt í Vesterelva í Noregi Það hefur verið frekar sjaldgæft að fá hnúðlax í ám á Íslandi þó svo að það gerist á hverju ári en hingað til hefur þetta verið einn og einn fiskur. Í sumar hefur aftur á móti borið meira á hnúðlaxi en dæmi eru um og staðfest tilfelli að nálgast annan tuginn og hann hefur veiðst í flestum landshlutum en að vestfjörðum undanskildum að okkur vitandi. Hnúðlaxi var sleppt á sínum tíma í ár á Kólaskaga til að reyna byggja upp stofna þar og hefur síðan dreift sér víða við litla hrifningu. Í Noregi hefur til að mynda verið dregið á nokkrar ár þar sem hnúðlaxinn hefur gengið í og það í magni sem hefur ekki áður sést. Í gær var dregið á í Vesterelva og afraksturinn af því var 156 laxar og í heildina hafa veiðst 591 hnúðlax í ánni. Fréttir af hnúðlöxum berast úr fleiri ám í Noregi, Bretlandi og Skotlandi og hafa veiðiréttarhafar í ánum þar sem þessir laxar hafa veiðst nokkrar áhyggjur af gangi mála. Í ánni Koma í Finnmörku voru taldir til að mynda um 1200 hnúðlaxar og allir þessir laxar sem hafa veiðst eru komnir að hrygningu. Hnúðlaxinn er Kyrrahafsfiskur sem gengur upp í árnar til að hrygna og til að mynda í British Colombia í Kanada hefur göngumynstrið verið annað hvert ár og einmitt á árum sem enda á oddatölu. Spurningin er því sú hvort svipað göngumunstur sé að verða til í þeim stofni sem virðist vera festa rætur í norðanverðu Atlantshafi. Mest lesið Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði
Mynd af hnúðlaxahrúgu eftir ádrátt í Vesterelva í Noregi Það hefur verið frekar sjaldgæft að fá hnúðlax í ám á Íslandi þó svo að það gerist á hverju ári en hingað til hefur þetta verið einn og einn fiskur. Í sumar hefur aftur á móti borið meira á hnúðlaxi en dæmi eru um og staðfest tilfelli að nálgast annan tuginn og hann hefur veiðst í flestum landshlutum en að vestfjörðum undanskildum að okkur vitandi. Hnúðlaxi var sleppt á sínum tíma í ár á Kólaskaga til að reyna byggja upp stofna þar og hefur síðan dreift sér víða við litla hrifningu. Í Noregi hefur til að mynda verið dregið á nokkrar ár þar sem hnúðlaxinn hefur gengið í og það í magni sem hefur ekki áður sést. Í gær var dregið á í Vesterelva og afraksturinn af því var 156 laxar og í heildina hafa veiðst 591 hnúðlax í ánni. Fréttir af hnúðlöxum berast úr fleiri ám í Noregi, Bretlandi og Skotlandi og hafa veiðiréttarhafar í ánum þar sem þessir laxar hafa veiðst nokkrar áhyggjur af gangi mála. Í ánni Koma í Finnmörku voru taldir til að mynda um 1200 hnúðlaxar og allir þessir laxar sem hafa veiðst eru komnir að hrygningu. Hnúðlaxinn er Kyrrahafsfiskur sem gengur upp í árnar til að hrygna og til að mynda í British Colombia í Kanada hefur göngumynstrið verið annað hvert ár og einmitt á árum sem enda á oddatölu. Spurningin er því sú hvort svipað göngumunstur sé að verða til í þeim stofni sem virðist vera festa rætur í norðanverðu Atlantshafi.
Mest lesið Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði