594 laxar veiddir á einni viku Karl Lúðvíksson skrifar 10. ágúst 2017 10:00 Stefán Sigurðsson leigutaki Urriðafoss er að vonum kátur með veiðina í sumar. Mynd: Iceland Outfitters Vikuveiðin í laxveiðiánum síðustu daga er ágæt þegar á heildina er litið en það er ljóst að sumarið verður ansi misjafnt eftir landshlutum. Vesturland virðist ætla að eiga ágætis sumar en veiðin þar er nokkuð jöfn en á líklega eftir að taka smá kipp eftir góðar rigningar sem halda ánum í góðu vatni fram á haust með nokkrum blautum dögum til viðbótar. Vikuveiðin í Ytri Rangá var í síðustu viku 594 laxar sem deilist á 18 stangir og gefur þar með 33 laxa á stöng í hverri viku sem er frábær veiði. Eystri Rangá gaf 23 laxa á hverja dagstöng og Miðfjarðará gaf 32 laxa á hverja dagsstöng. Hæsta veiðin á stöng á landinu var um árabil í Laxá á Ásum en þá var áin aðeins veidd á tvær stangir en þeim hefur nú verið fjölgað í fjórar. Heildarveiðin í henni er 637 laxar eða 160 laxar á stöng sem er frábær veiðitala í alla staði. Það veiðisvæði sem hefur tekið við af Laxá á Ásum sem aflahæsta veiðisvæði landins á stöng er Urriðafoss við Þjórsá sem við höfum útnefnt sem veiðisvæði ársins en heildarveiðin þar er 673 laxar á tvær stangir sem gefa 336 laxa á stöng. Það er þegar komin mikil eftirspurn eftir veiðileyfum þar fyrir næsta sumar og netadögum vegna þessarar frábæru veiði hefur fækkað mikið og líklega eftir að fækka en frekar. Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði 1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Vikuveiðin í laxveiðiánum síðustu daga er ágæt þegar á heildina er litið en það er ljóst að sumarið verður ansi misjafnt eftir landshlutum. Vesturland virðist ætla að eiga ágætis sumar en veiðin þar er nokkuð jöfn en á líklega eftir að taka smá kipp eftir góðar rigningar sem halda ánum í góðu vatni fram á haust með nokkrum blautum dögum til viðbótar. Vikuveiðin í Ytri Rangá var í síðustu viku 594 laxar sem deilist á 18 stangir og gefur þar með 33 laxa á stöng í hverri viku sem er frábær veiði. Eystri Rangá gaf 23 laxa á hverja dagstöng og Miðfjarðará gaf 32 laxa á hverja dagsstöng. Hæsta veiðin á stöng á landinu var um árabil í Laxá á Ásum en þá var áin aðeins veidd á tvær stangir en þeim hefur nú verið fjölgað í fjórar. Heildarveiðin í henni er 637 laxar eða 160 laxar á stöng sem er frábær veiðitala í alla staði. Það veiðisvæði sem hefur tekið við af Laxá á Ásum sem aflahæsta veiðisvæði landins á stöng er Urriðafoss við Þjórsá sem við höfum útnefnt sem veiðisvæði ársins en heildarveiðin þar er 673 laxar á tvær stangir sem gefa 336 laxa á stöng. Það er þegar komin mikil eftirspurn eftir veiðileyfum þar fyrir næsta sumar og netadögum vegna þessarar frábæru veiði hefur fækkað mikið og líklega eftir að fækka en frekar.
Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði 1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði