Sjúkir vírusar Frosti Logason skrifar 18. maí 2017 07:00 Tölvuárásir og vírusar hafa verið mikið í fréttum í þessari viku. Einhverjir snillingar hafa hannað stafræna óværu sem læsir inni öll gögn þeirra sem fyrir henni verða. Allar möppur með hvers kyns skjölum, ljósmyndum og myndböndum læsast inni og síðan er krafist lausnargjalds. Ef ekki er greitt hangir yfir hótun um að öllum draslinu verði eytt. Þessu fylgja líka nokkuð skýr fyrirmæli. Lausnargjaldið skal greitt innan þriggja daga, eftir það tvöfaldast verðið og eftir sjö daga verða gögnin að eilífu horfin. Þetta er ansi ófyrirleitið. En þetta eru ekki einu hætturnar á netinu í dag. Ég hef heyrt af fólki sem er gjörsamlega helsjúkt af öðrum og verri vírusum. Þeir eru fengnir beint upp úr kommentakerfum vefmiðlanna og geta haft varanleg áhrif á sálarlíf notandans. Vírusinn sá er tvíþættur. Annars vegar tryllir hann fólk til þess að gaspra út úr sér vanhugsuðum sleggjudómum um menn og málefni og hins vegar gerir hann fólk að málefnalegum hryggleysingjum sem þora ekki lengur að tjá sig á opinberum vettvangi af ótta við opinberar aftökur í netheimum. Nú veit ég lítið sem ekki neitt um tölvur og hugbúnað. En mér hefur verið bent á að ég eigi að forðast í lengstu lög að smella á eða opna hlekki sem mér berast í tölvupósti frá fólki sem ég ekki þekki. Hvað kommentakerfin varðar þekki ég svo sem enga heildarlausn. En almennt í samskiptum við annað fólk er gott að temja sér þann sið að standa alltaf með sannleikanum. Það getur reynst erfitt og maður þarf stundum að taka óþægilegum afleiðingum þess. En það er alltaf betra en að segja ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun
Tölvuárásir og vírusar hafa verið mikið í fréttum í þessari viku. Einhverjir snillingar hafa hannað stafræna óværu sem læsir inni öll gögn þeirra sem fyrir henni verða. Allar möppur með hvers kyns skjölum, ljósmyndum og myndböndum læsast inni og síðan er krafist lausnargjalds. Ef ekki er greitt hangir yfir hótun um að öllum draslinu verði eytt. Þessu fylgja líka nokkuð skýr fyrirmæli. Lausnargjaldið skal greitt innan þriggja daga, eftir það tvöfaldast verðið og eftir sjö daga verða gögnin að eilífu horfin. Þetta er ansi ófyrirleitið. En þetta eru ekki einu hætturnar á netinu í dag. Ég hef heyrt af fólki sem er gjörsamlega helsjúkt af öðrum og verri vírusum. Þeir eru fengnir beint upp úr kommentakerfum vefmiðlanna og geta haft varanleg áhrif á sálarlíf notandans. Vírusinn sá er tvíþættur. Annars vegar tryllir hann fólk til þess að gaspra út úr sér vanhugsuðum sleggjudómum um menn og málefni og hins vegar gerir hann fólk að málefnalegum hryggleysingjum sem þora ekki lengur að tjá sig á opinberum vettvangi af ótta við opinberar aftökur í netheimum. Nú veit ég lítið sem ekki neitt um tölvur og hugbúnað. En mér hefur verið bent á að ég eigi að forðast í lengstu lög að smella á eða opna hlekki sem mér berast í tölvupósti frá fólki sem ég ekki þekki. Hvað kommentakerfin varðar þekki ég svo sem enga heildarlausn. En almennt í samskiptum við annað fólk er gott að temja sér þann sið að standa alltaf með sannleikanum. Það getur reynst erfitt og maður þarf stundum að taka óþægilegum afleiðingum þess. En það er alltaf betra en að segja ekki neitt.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun