Staðbundni urriðinn í Ytri Rangá í sókn Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2017 09:00 Eiríkur með urriðann úr Ytri Rangá Mynd: West Ranga FB Það vissu kannski ekki allir að Ytri Rangá er ekki aðeins öflug laxveiðiá en í henni er staðbundinn urriði og sjóbirtingur. Eins og veiðimenn vita er laxveiði haldið uppi með öflugum seiðasleppingum í Rangánum en urriðastofninn sem er í ánni er aftur á móti frumbyggi í ánni og þrífst vel. Það hefur reyndar verið mjög algengt að fá sjóbirting á neðri svæðunum í ánni og voru veiðimenn á tímabili hvattir til að drepa hann en síðustu ár hefur aftur á móti dæmið snúst við og veiðimenn hvattir til að sleppa honum. Það veldur því að nú veiðist reglulega stór sjóbirtingur á svæðinu. Staðbundni urriðinn sem aftur á móti gengur ekki til sjávar hefur alltaf veiðst mest fyrir ofan Árbæjarfoss og langt upp á heiði en síðustu tvö ár hafa fleiri fiskar veiðst þar fyrir neðan. Það er þó nokkuð af þessum stóra urriða í ánni og það þarf smá tíma til að læra á legustaðina en þegar veiðimenn hafa náð góðum tökum á því hvar fiskurinn liggur og hvernig má nálgast hann er hægt að gera feyknaveiði á stórum og flottum urriða. Bjarki Már Jóhannsson og Eiríkur Stefánsson leiðsögumenn við Ytri Rangá náðu einum stórum urriða í Húsabakka fyrir tveimur dögum og eins og sést á myndinni er þetta vel haldinn staðbundinn urriði sem vantaði ekki mikið uppá 90 sm. Mest lesið Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði
Það vissu kannski ekki allir að Ytri Rangá er ekki aðeins öflug laxveiðiá en í henni er staðbundinn urriði og sjóbirtingur. Eins og veiðimenn vita er laxveiði haldið uppi með öflugum seiðasleppingum í Rangánum en urriðastofninn sem er í ánni er aftur á móti frumbyggi í ánni og þrífst vel. Það hefur reyndar verið mjög algengt að fá sjóbirting á neðri svæðunum í ánni og voru veiðimenn á tímabili hvattir til að drepa hann en síðustu ár hefur aftur á móti dæmið snúst við og veiðimenn hvattir til að sleppa honum. Það veldur því að nú veiðist reglulega stór sjóbirtingur á svæðinu. Staðbundni urriðinn sem aftur á móti gengur ekki til sjávar hefur alltaf veiðst mest fyrir ofan Árbæjarfoss og langt upp á heiði en síðustu tvö ár hafa fleiri fiskar veiðst þar fyrir neðan. Það er þó nokkuð af þessum stóra urriða í ánni og það þarf smá tíma til að læra á legustaðina en þegar veiðimenn hafa náð góðum tökum á því hvar fiskurinn liggur og hvernig má nálgast hann er hægt að gera feyknaveiði á stórum og flottum urriða. Bjarki Már Jóhannsson og Eiríkur Stefánsson leiðsögumenn við Ytri Rangá náðu einum stórum urriða í Húsabakka fyrir tveimur dögum og eins og sést á myndinni er þetta vel haldinn staðbundinn urriði sem vantaði ekki mikið uppá 90 sm.
Mest lesið Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði