35 ára afmæli Sportveiðiblaðsins á árinu Karl Lúðvíksson skrifar 12. febrúar 2017 09:52 Björgvin Halldórsson og Gunnar Bender á góðri stund við Norðurá. Mynd: Sportveiðiblaðið Sportveiðiblaðið fagnar 35 ára afmæli sínu á þessu ári en frá upphafi hafa verið gefin út 80 blöð sem unnendur stangveiði hafa ávallt lesið upp til agna. "Já það er rétt að við eigum 35 ára afmæli hjá Sportveiðiblaðinu og það verður ýmislegt gert til að minnast þessa áfanga hjá okkur með þessari útgáfu" segir Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins í samtali við Veiðivísi. "Fyrsta blaðið kom út 1981 og þar var meðal annars viðtal við Gulla Bergmann en síðan er búið að birta yfir 100 viðtöl og koma út um 80 blöðum" bætir Gunnar við. "Við erum á fullu að vinna afmælisblaðið, en það á koma út fyrir páska um leið og sjóbirtingsveiðin er nýbyrjuð. Auðvitað hefur þetta stundum verið slagur en allt hefur þetta blessast. Lesendur hafa haldið tryggð við okkur enda við fáum mikið efni frá þeim, myndir og texta. Síðan höfum við verið mjög heppnir með viðtalsefni í blaðinu. Það verða þrjú blöð á þessu ári og síðan verðum við með eitthvað óvænt fyrir lesendur okkar og aðra". Varðandi veiðina á komandi sumri sagði Gunnar "Veturinn er búinn að vera frábær en hann er ekki búinn ennþá en það er enginn snjór og það verður vandamálið í sumar. Auðvitað getur komið einhver snjór í vetur ennþá en varla nóg úr því sem komið er, sama spá dag eftir dag. Það verður í staðinn bara að rigna mikið í sumar en smálaxinn kemur vonandi í miklum mæli og sumarið verður gott". Við óskum Gunnari og félögum til hamingju með árin 35 með Sportveiðiblaðið og lesendur Veiðivísis bíða líklega spenntir eins og aðrir sportveiðimenn eftir afmælisblaðinu. Mest lesið 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði
Sportveiðiblaðið fagnar 35 ára afmæli sínu á þessu ári en frá upphafi hafa verið gefin út 80 blöð sem unnendur stangveiði hafa ávallt lesið upp til agna. "Já það er rétt að við eigum 35 ára afmæli hjá Sportveiðiblaðinu og það verður ýmislegt gert til að minnast þessa áfanga hjá okkur með þessari útgáfu" segir Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins í samtali við Veiðivísi. "Fyrsta blaðið kom út 1981 og þar var meðal annars viðtal við Gulla Bergmann en síðan er búið að birta yfir 100 viðtöl og koma út um 80 blöðum" bætir Gunnar við. "Við erum á fullu að vinna afmælisblaðið, en það á koma út fyrir páska um leið og sjóbirtingsveiðin er nýbyrjuð. Auðvitað hefur þetta stundum verið slagur en allt hefur þetta blessast. Lesendur hafa haldið tryggð við okkur enda við fáum mikið efni frá þeim, myndir og texta. Síðan höfum við verið mjög heppnir með viðtalsefni í blaðinu. Það verða þrjú blöð á þessu ári og síðan verðum við með eitthvað óvænt fyrir lesendur okkar og aðra". Varðandi veiðina á komandi sumri sagði Gunnar "Veturinn er búinn að vera frábær en hann er ekki búinn ennþá en það er enginn snjór og það verður vandamálið í sumar. Auðvitað getur komið einhver snjór í vetur ennþá en varla nóg úr því sem komið er, sama spá dag eftir dag. Það verður í staðinn bara að rigna mikið í sumar en smálaxinn kemur vonandi í miklum mæli og sumarið verður gott". Við óskum Gunnari og félögum til hamingju með árin 35 með Sportveiðiblaðið og lesendur Veiðivísis bíða líklega spenntir eins og aðrir sportveiðimenn eftir afmælisblaðinu.
Mest lesið 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði