Körfubolti

Ný heimildamynd um Martin Hermannsson frumsýnd í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
mynd/skjáskot

Í dag verður frumsýnd heimildamynd um körfuboltamanninn Martin Hermannsson á Stöð 2 Sport. Myndin nefnist Martin: Saga úr Vesturbæ og er eftir Bjart Sigurðsson.

Í myndinni er rætt við Martin um ferilinn; árin í KR, háskólaboltanum í Bandaríkjunum og atvinnumennsku í Frakklandi.

Í myndinni er Martin einnig fylgt eftir á Evrópumótinu í Finnlandi þar sem hann var í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu.

Martin leikur í dag með Chalons Reims í frönsku úrvalsdeildinni.

Martin: Saga úr Vesturbæ verður sýnd á Stöð 2 Sport klukkan 23:00 í kvöld.

mynd/skjáskot


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.