ESB rannsakar skattgreiðslur IKEA Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. desember 2017 12:11 Upphæðin er talin nema um 125 milljörðum króna. vísir/getty Evrópusambandið hyggst rannsaka húsgagnarisann IKEA en grunur liggur á því að fyrirtækið sænska hafi komist hjá því að greiða einn milljarð evra, tæplega 125 milljarða króna, í tekjuskatt á árunum 2009-2014. Fréttaveita Financial Times greinir frá. Skattaupplýsingarnar koma úr skýrslu sem kynnt var fyrir Evrópuþinginu í fyrra. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins mun kanna greiðslurnar sem um ræðir. Þar segir að IKEA hafi stofnað tvö eignarfélög sem sáu um fjölda fyrirtækja í Hollandi, Lúxemborg og Liechtenstein til þess að notfæra sér sérstaka skattalöggjöf. Eignarfélögin eru IKEA Group og Inter IKEA. Margrethe Vestager, sem leiðir samkeppnisnefnd ESB, segir rannsóknina vera á byrjunarreit. Einnig bendir hún á að sambandið muni skoða allar ábendingar sem berast um það að alþjóðleg fyrirtæki séu á skattasamningi við aðildarríki þess. Upplýsingar um afkomu IKEA og skattgreiðslur eru takmarkaðar þar sem það starfar á hinum opna markaði og er samsett af fjölda dótturfélaga sem staðsett eru í mismunandi umdæmum. Evrópusambandið hefur í ríkari mæli rannsakað alþjóðafyrirtæki og tilhögun skattgreiðslna þeirra. Til að mynda hefur sambandið skikkað fjögur aðildarríki sín að endurheimta milljarði evra vegna skattasamninga við stórfyrirtækin Apple, Starbucks, Fiat og Amazon. Þeim kröfum hefur flestum verið áfrýjað. Umfangsmesta málið af þessu tagi er þó eflaust þegar að samkeppnisnefnd ESB skipaði Írlandi að endurheimta 13 milljarða evra frá tæknirisanum Apple vegna ógreiddra skatta frá árunum 2004-2013. IKEA Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópusambandið hyggst rannsaka húsgagnarisann IKEA en grunur liggur á því að fyrirtækið sænska hafi komist hjá því að greiða einn milljarð evra, tæplega 125 milljarða króna, í tekjuskatt á árunum 2009-2014. Fréttaveita Financial Times greinir frá. Skattaupplýsingarnar koma úr skýrslu sem kynnt var fyrir Evrópuþinginu í fyrra. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins mun kanna greiðslurnar sem um ræðir. Þar segir að IKEA hafi stofnað tvö eignarfélög sem sáu um fjölda fyrirtækja í Hollandi, Lúxemborg og Liechtenstein til þess að notfæra sér sérstaka skattalöggjöf. Eignarfélögin eru IKEA Group og Inter IKEA. Margrethe Vestager, sem leiðir samkeppnisnefnd ESB, segir rannsóknina vera á byrjunarreit. Einnig bendir hún á að sambandið muni skoða allar ábendingar sem berast um það að alþjóðleg fyrirtæki séu á skattasamningi við aðildarríki þess. Upplýsingar um afkomu IKEA og skattgreiðslur eru takmarkaðar þar sem það starfar á hinum opna markaði og er samsett af fjölda dótturfélaga sem staðsett eru í mismunandi umdæmum. Evrópusambandið hefur í ríkari mæli rannsakað alþjóðafyrirtæki og tilhögun skattgreiðslna þeirra. Til að mynda hefur sambandið skikkað fjögur aðildarríki sín að endurheimta milljarði evra vegna skattasamninga við stórfyrirtækin Apple, Starbucks, Fiat og Amazon. Þeim kröfum hefur flestum verið áfrýjað. Umfangsmesta málið af þessu tagi er þó eflaust þegar að samkeppnisnefnd ESB skipaði Írlandi að endurheimta 13 milljarða evra frá tæknirisanum Apple vegna ógreiddra skatta frá árunum 2004-2013.
IKEA Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira