Sjálfkeyrandi vagnar styðji við almenningssamgöngurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 06:23 Nanyang-tækniháskólinn í Singapúr nýtir sér sjálfkeyrandi bíla á háskólasvæðinu. NTU Yfirvöld í Singapúr hafa lýst því yfir að sjálfkeyrandi strætisvagnar verði komnir á göturnar fyrir árið 2022. Fyrstu vagnarnir verði prófaðir í þremur hverfum, þar sem búast við rólegri umferð, á næstunni. Ætlunin er að sjálfkeyrandi vagnar aðstoði fólk við að komast til og frá lestar- og strætóstöðvum sem og að ferðast um nærumhverfi sitt. Miklar væntingar eru gerðar til vagnana og vona yfirvöld að þeir verði til þess að létta á umferð, auka landnýtingu og sporna við mannauðsskorti borgríkisins. Þeir munu ekki koma í stað hefðbundinna vagna heldur styðja við fyrirliggjandi samgöngur, ekki síst á álagstímum. „Sjálfkeyrandi bílarnir munu stórlega auka aðgengi að almenningssamgangnakerfinu okkar; ekki síst fyrir aldraða, fjölskyldur með ung börn og þá sem ferðast alla jafna lítið,“ er haft eftir samgönguráðherra Singapúr á vef breska ríkisútvarpsins.Minnir umferðartafir eru í Singapúr en í mörgum borgum Suðaustur-Asíu sökum vegtolla og regluverks sem hvetur fólk til að nýta sér almenningssamgöngur. Yfirvöld borgríkisins stefna á að Singapúr verði leiðandi í sjálfkeyrandi tækni á næstu árum. Tíu fyrirtæki prófa nú sjálfkeyrandi bíla á götum Singapúr að sögn ráðherrans. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirvöld í Singapúr hafa lýst því yfir að sjálfkeyrandi strætisvagnar verði komnir á göturnar fyrir árið 2022. Fyrstu vagnarnir verði prófaðir í þremur hverfum, þar sem búast við rólegri umferð, á næstunni. Ætlunin er að sjálfkeyrandi vagnar aðstoði fólk við að komast til og frá lestar- og strætóstöðvum sem og að ferðast um nærumhverfi sitt. Miklar væntingar eru gerðar til vagnana og vona yfirvöld að þeir verði til þess að létta á umferð, auka landnýtingu og sporna við mannauðsskorti borgríkisins. Þeir munu ekki koma í stað hefðbundinna vagna heldur styðja við fyrirliggjandi samgöngur, ekki síst á álagstímum. „Sjálfkeyrandi bílarnir munu stórlega auka aðgengi að almenningssamgangnakerfinu okkar; ekki síst fyrir aldraða, fjölskyldur með ung börn og þá sem ferðast alla jafna lítið,“ er haft eftir samgönguráðherra Singapúr á vef breska ríkisútvarpsins.Minnir umferðartafir eru í Singapúr en í mörgum borgum Suðaustur-Asíu sökum vegtolla og regluverks sem hvetur fólk til að nýta sér almenningssamgöngur. Yfirvöld borgríkisins stefna á að Singapúr verði leiðandi í sjálfkeyrandi tækni á næstu árum. Tíu fyrirtæki prófa nú sjálfkeyrandi bíla á götum Singapúr að sögn ráðherrans.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira