Kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi í Paradísarskjölunum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 22:25 Paradísarskjölin stafa meðal annars frá félögum á Bermúda og Singapúr. vísir/pexels. Nöfn nokkurra nafntogaðra Íslendinga er að finna í Paradísarskjölunum, gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag um 120 stjórnmálamanna og sumra af ríkustu einstaklingum heims. Fram kom í fréttaskýringarþættinum Kveiki, sem sýndur var á RÚV fyrr í kvöld, að tiltölulega fá íslensk nöfn sé að finna í Paradísarskjölunum en ástæðan fyrir því er sú að íslensku bankarnir virðast ekki hafa notfært sér þær aflandsþjónustur sem gögnin taka til. Þó er þar að finna nokkur kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi. Í fyrsta lagi kom nafn athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar fyrir í skjölunum en hann á félag á Bermúda. Björgólfur og faðir hans voru áberandi í Panamaskjölunum svokölluðu sem afhjúpuð voru árið 2016. Þar kom fram að þeir tengdust að minnsta kosti fimmtíu aflandsfélögum í skattaskjólum sem voru stöfnuð í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca í Panama. Þá á Gísli Hjálmtýsson að sama skapi félag á Bermúda. Í skjölunum er Róbert Guðfinnsson einnig að finna en hann á félag á Möltu. Annars er takmarkaðar upplýsingar er að finna í göngunum um umfang þessara félaga. Þá birtust nöfn starfsmanna Landsvirkjunar jafnframt í skjölunum. Landsvirkjun brá einnig fyrir í Panamaskjölunum á sínum tíma. Í Kveiki kom fram að svar við fyrirspurn til Landsvirkjunar hafi verið á þá leið að málið hafi verið athugað í kjölfar Panama-lekans og það rætt innan stjórnar fyrirtækisins. Hins vegar hafi verið ákveðið að halda rekstri félagsins og staðsetningu þess á Bermúda óbreyttri, að minnsta kosti um sinn. Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna átti í viðskiptum við bæði góðvin og tengdason Rússlandsforseta. Hann hafnar því að nokkuð hafi verið að viðskiptunum en Demókratar krefjast rannsóknar. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nöfn nokkurra nafntogaðra Íslendinga er að finna í Paradísarskjölunum, gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag um 120 stjórnmálamanna og sumra af ríkustu einstaklingum heims. Fram kom í fréttaskýringarþættinum Kveiki, sem sýndur var á RÚV fyrr í kvöld, að tiltölulega fá íslensk nöfn sé að finna í Paradísarskjölunum en ástæðan fyrir því er sú að íslensku bankarnir virðast ekki hafa notfært sér þær aflandsþjónustur sem gögnin taka til. Þó er þar að finna nokkur kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi. Í fyrsta lagi kom nafn athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar fyrir í skjölunum en hann á félag á Bermúda. Björgólfur og faðir hans voru áberandi í Panamaskjölunum svokölluðu sem afhjúpuð voru árið 2016. Þar kom fram að þeir tengdust að minnsta kosti fimmtíu aflandsfélögum í skattaskjólum sem voru stöfnuð í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca í Panama. Þá á Gísli Hjálmtýsson að sama skapi félag á Bermúda. Í skjölunum er Róbert Guðfinnsson einnig að finna en hann á félag á Möltu. Annars er takmarkaðar upplýsingar er að finna í göngunum um umfang þessara félaga. Þá birtust nöfn starfsmanna Landsvirkjunar jafnframt í skjölunum. Landsvirkjun brá einnig fyrir í Panamaskjölunum á sínum tíma. Í Kveiki kom fram að svar við fyrirspurn til Landsvirkjunar hafi verið á þá leið að málið hafi verið athugað í kjölfar Panama-lekans og það rætt innan stjórnar fyrirtækisins. Hins vegar hafi verið ákveðið að halda rekstri félagsins og staðsetningu þess á Bermúda óbreyttri, að minnsta kosti um sinn.
Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna átti í viðskiptum við bæði góðvin og tengdason Rússlandsforseta. Hann hafnar því að nokkuð hafi verið að viðskiptunum en Demókratar krefjast rannsóknar. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna átti í viðskiptum við bæði góðvin og tengdason Rússlandsforseta. Hann hafnar því að nokkuð hafi verið að viðskiptunum en Demókratar krefjast rannsóknar. 7. nóvember 2017 06:00