111 sm hrygna veiddist í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 20. september 2017 12:14 Nils með 111 sm hrygnuna sem hann veiddi í gær í Víðidalsá Mynd: Jóhann Hafnfjörð Rafnsson Við höfum sagt frá stórum hausthængum síðustu daga og það hafa verið laxar yfir 100 sm en vi ðáttum aldrei von á hrygnu sem færi vel yfir það. Það er reyndar alveg fáheyrt að heyra af hrygnum sem fara mikið yfir 100 sm en þær veiðast þó af og til. Sú stærsta sem við höfum heyrt af í sumar og líklega í fjöldamörg ár veiddist í gær í Víðidalsá af einni mestu aflakló landsins, Nils Folmer, en hann landaði 111 sm hrygnu í Silungabakka í gær. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er þetta ansi voldug hrygna og jafnar hún metið yfir stærsta lax sumarsins en hinn er hængur sem veiddist nýlega á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Hrygnan var mæld af Jóhanni Hafnfjörð Rafnssyni og var lengdarmæld 111 sm og ummálið um hana miðja var 57 sm. Lax af þessari stærð er áætlaður um 32-34 pund. Nils var nýlega áður í túrnum búinn að landa 106 sm laxi í Dalsárós sem var 56 sm í ummáli og 86 sm hrygnu úr sama stað ásamt því að missa einn vænann í löndun sem var áætlaður um 95 sm langur. Mest lesið 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Góð veiði í Svarfaðardalsá Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði
Við höfum sagt frá stórum hausthængum síðustu daga og það hafa verið laxar yfir 100 sm en vi ðáttum aldrei von á hrygnu sem færi vel yfir það. Það er reyndar alveg fáheyrt að heyra af hrygnum sem fara mikið yfir 100 sm en þær veiðast þó af og til. Sú stærsta sem við höfum heyrt af í sumar og líklega í fjöldamörg ár veiddist í gær í Víðidalsá af einni mestu aflakló landsins, Nils Folmer, en hann landaði 111 sm hrygnu í Silungabakka í gær. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er þetta ansi voldug hrygna og jafnar hún metið yfir stærsta lax sumarsins en hinn er hængur sem veiddist nýlega á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Hrygnan var mæld af Jóhanni Hafnfjörð Rafnssyni og var lengdarmæld 111 sm og ummálið um hana miðja var 57 sm. Lax af þessari stærð er áætlaður um 32-34 pund. Nils var nýlega áður í túrnum búinn að landa 106 sm laxi í Dalsárós sem var 56 sm í ummáli og 86 sm hrygnu úr sama stað ásamt því að missa einn vænann í löndun sem var áætlaður um 95 sm langur.
Mest lesið 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Góð veiði í Svarfaðardalsá Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði